Borðar ekki eftirrétti

Eva Longoria.
Eva Longoria. AFP

Leikkonan Eva Longoria er mikil mataráhugamanneskja og segist elda mikið. Hún fylgir ekki sérstöku mataræði og borðar allt sem hana langar í. Hún segist þó í viðtali við Women's Health ekki vera mikið fyrir sætindi og borðar leikkonan til að mynda ekki eftirrétti.  

Leikkonan segir matreiðslu vera ævintýri og hefur hún að undanfarið prófað sig áfram í súrdeigsbakstri eins og svo margir aðrir. Longoria er með rétta viðhorfið í eldhúsinu og segist ekki fá sektarkennd gagnvart mat. 

Longoria hefur dvalið mikið í Mexíkó að undanförnu og segir hún að mikið sé lagt í morgunmatinn þar. Í Mexíkó borðar hún bæði hefðbundinn mexíkóskan mat á morgnana en líka heimabakaðar beyglur eða jafnvel smjördeigshorn. Eftir góðan morgunmat fær hún sér ekki hádegismat fyrr en klukkan fjögur eða fimm. 

Vegna þess hversu þungar máltíðirnar eru á morgnana og í hádeginu borðar hún bara léttan kvöldverð klukkan að ganga tíu á kvöldin. 

Leyndarmál Longoriu er reyndar að hún er lítið fyrir sætindi.

„Ég bakaði smákökur að minnsta kosti tvisvar í viku til þess að hafa á borðinu fyrir eiginmann minn og fjölskyldu en ég er ekki fyrir eftirrétti.“

Í stað þess að fá sér eftirrétti fær hún sér áfengi. 

„Ég fæ mínar kaloríur úr áfengi. Það er í uppáhaldi hjá mér til þess að slaka á eftir daginn,“ sagði Longoria. „Ef ég hef val þá drekk ég frekar Stellu en að borða eftirrétt.“

Eva Longoria.
Eva Longoria. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál