Tók sér hlé frá Instagram heilsunnar vegna

Cole Sprouse tók sér hvíld.
Cole Sprouse tók sér hvíld. AFP

Bandaríski leikarinn Cole Sprouse tók sér hlé frá samfélagsmiðlum í heilan mánuð nú í sumar. Það gerði hann til að huga að andlegri heilsu sinni. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama og passa upp á heilsuna, bæði andlega og líkamlega. 

Sprouse er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í unglingaþáttunum Riverdale en hann fór einnig með hlutverk Ben í Friends á sínum yngri árum. Hann hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og segir að það taki sinn toll af heilsunni. 

„Ég veit ég er ekki búinn að vera á samfélagsmiðlum í smá tíma. Ákvað að taka langþráð hlé til að huga að andlegu heilsunni. Ég hef aldrei verið mjög virkur á samfélagsmiðlum, en jafnvel lágmarksvirkni á samfélagsmiðlum í sóttkví tók sinn toll af mér,“ skrifaði Sprouse í færslu sinni á Instagram. 

Hann segir að hann sé smátt og smátt að byrja að vinna aftur. „Fyrir einhvern sem hefur unnið alla sína ævi hef ég komist af því að ég virka best í rútínu. Að vita hvenær maður á að draga sig í hlé, eins og ég gerði á háskólaárunum, og hvenær best er að koma aftur er góður hæfileiki fyrir hvaða unga listamann sem er,“ sagði Sprouse. 

Hann hvatti fólk til að taka sér hvíld og huga að heilsunni, andlegri og líkamlegri. 

„Með tímanum munum við sjá hvaða raunverulegu afleiðingar þessi heimsfaraldur mun koma til með að hafa, risastórt alheimsáfall. Afleiðingarnar verða ekki síst vegna þess hvernig Bandaríkjunum hefur mistekist að takast á við faraldurinn. Það eru að koma stórar kosningar hér og ég hvet alla í Bandaríkjunum að íhuga alvarlega okkar nútímalega heilbrigðiskerfi,“ sagði Sprouse. 

View this post on Instagram

Thinking back on Tulum. Know I’ve been off of social media for a while. Decided to take a much needed mental health break. I’ve never been the most active user of social media, but even the minor amount I had been engaging during quarantine had become a bit too taxing. Work is slowly beginning to pick back up within a new normal. And as someone who has only ever really known work their entire life, I found that I’m best on a schedule. Knowing when to step away like I did in college, and when to re-engage is a fundamental skill for any young performer. Take your breaks. Mental and physical health always come first. In time we’ll all be able to see more clearly what this pandemic actually is- a massive global trauma. The effects of which have, in no small way, been encouraged tremendously by the failings of the US. We’re in the midst of a huge election, and I encourage everyone here in the United States to deeply consider our “modern” medical health care system. I’ll be more active soon my sweet little babies~

A post shared by Cole Sprouse (@colesprouse) on Jul 28, 2020 at 12:42pm PDT

mbl.is