Aftur í form eftir mestu sukkhelgi ársins

Samsett mynd

Frídagur verslunarmanna er eins og nýársdagur enda margir sem snúa aftur til vinnu daginn eftir verslunarmannahelgi eftir langt frí. Rétt eins og annan janúar ár hvert eru margir sem setja sér markmið um að byrja að borða hollt og æfa vel frá og með þriðjudeginum eftir verslunarmannahelgi. En hvernig er best að fara að?

Fagfólk í heilsu og hreyfingu hefur reglulega bent lesendum Smartlands á hvað ber að hafa í huga þegar kemur að því að ná árangri á þessu sviði. Hér eru nokkur gullkorn sem ættu að koma sér vel fyrir komandi haust. 

Stöðugleiki

Crossfitþjálfarinn Evert Víglundsson sagði í viðtali við Smartland að stöðugleiki skipti öllu máli. Hann sagði mikilvægt að ætla sér ekki um of í byrjun og mæta alltaf á æfingu. 

„Mættu alltaf, það er 90 pró­sent af þessu. Ef þú nærð að gera það í nokkr­ar vik­ur ertu í raun­inni kom­inn yfir þenn­an hjalla, alla­vega sam­kvæmt öll­um fræðum hvað það tek­ur lang­an tíma að koma sér upp nýj­um venj­um. Þá ætti það að taka þrjár til fjór­ar vik­ur,“ sagði Evert. 

Evert Víg­lunds­son.
Evert Víg­lunds­son. Ljósmynd/Aðsend

Fleiri smærri markmið

Ingi­björg Birna Ársæls­dótt­ir, fyrsta konan til þess að fá svarta beltið í jiu jitsu, sagði í viðtali við Smartland að það væri mikilvægt að brjóta markmiðin niður í smærri markmið. 

Mín ráðlegg­ing er alltaf að setja þér hóf­leg og minni mark­mið sem þú veist að þú nærð að fram­kvæma á leiðinni í átt að stærra mark­miðinu,“ sagði Ingibjörg Birna. 

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir.
Ingibjörg Birna Ársælsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Andlega hliðin

Guðríður Erla Torfa­dótt­ir, eig­andi Yama heilsu­rækt­ar, lagði áherslu á í viðtali við Smartland að fólk hugaði að því að minnka streitu. 

Það eru til dæm­is fjöl­marg­ar kon­ur sem þrá að losna við auka­kíló sem sitja sem fast­ast vegna streitu en ekki endi­lega rangs mataræðis. Streita hef­ur áhrif á mataræði sem set­ur horm­óna­kerfið úr skorðum og þegar það ger­ist fer mjög margt úr­skeiðis, t.d. melt­ing­in.“

Guðríður Torfadóttir.
Guðríður Torfadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hreyfing þarf ekki að vera leiðinleg

Einkaþjálfarinn Anna Eiríks hjá Hreyfingu lagði áherslu á í viðtali við Smartland að finna hreyfingu sem er skemmtileg. 

„Þegar maður finn­ur hreyf­ingu við sitt hæfi og finnst gam­an að því sem maður ger­ir, ég tala nú ekki um finn­ur fyr­ir ár­angr­in­um sem fylg­ir því að æfa, þá er svo miklu auðveld­ara að hafa hreyf­ingu sem hluta af sín­um lífs­stíl,“ sagði Anna Eiríks.  

Anna Eiríks.
Anna Eiríks. Ljósmynd/Saga Sig

Mataræðið

Anna Lovísa Þorláksdóttir, hóptímakennari í Sporthúsinu, þekkir af eigin raun hversu miklu máli mataræðið skiptir. Hún sagði frá því í viðtali á Smartlandi í byrjun árs að mikilvægt væri að borða rétt. 

„Mataræðið er 80% af ár­angr­in­um. Þú get­ur ekki æft af þér lé­legt mataræði. Ef þú ert með mataræðið yfir dag­inn/​vik­una á hreinu upp á 75-85% hef­urðu smá svig­rúm til þess að njóta ein­hvers sem þú kannski færð þér ekki á hverj­um degi,“ sagði Anna Lovísa. 

Anna Lovísa Þorláksdóttir.
Anna Lovísa Þorláksdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Langtímamarkmið

Rafn Frank­lín Hrafns­son, einkaþjálf­ari og heilsuráðgjafi, mælti með því í viðtali við Smartland að setja sér langtímamarkmið. 

„Það eru svo sem marg­ar ár­ang­urs­rík­ar leiðir að því að létt­ast. En ef lang­tímaár­ang­ur er mark­miðið ætti fókus­inn alltaf að vera á að rækta heils­una fyrst og fremst og þá að öll­um lík­ind­um mun gott lík­ams­form verða já­kvæð auka­verk­un af því,“ sagði Rafn. 

Rafn Franklín Hrafnsson.
Rafn Franklín Hrafnsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál