Þjálfari Wilson leysir frá skjóðunni

Rebel Wilson.
Rebel Wilson. AFP

Í ársbyrjun greindi leikkonan Rebel Wilson frá því að hún ætlaði sér að verða 75 kíló. Með hjálp stjörnuþjálfarans Jonos Castanos hefur Wilson náð góðum árangri en þjálfarinn segir í viðtali við fréttavef Yahoo! að hann leggi ekki endilega áherslu á töluna á vigtinni. 

Castano segir mikilvægt að skilja á hvaða stað fólk er þegar hann byrjar að vinna með því og leggur því áherslu á að vigta það, mæla líkamsfitu og vöðvamassa. 

„Af því að það sem á til að gerast er að fullt af fólki vigtar sig og skilur ekki af hverju það léttist ekki af því að það bætir á sig vöðvum og þá lítur það betur út,“ segir Castano. Hann greinir einnig frá því að hann taki fyrir-og-eftir-myndir í hverri viku til að sjá muninn. 

Til að léttast leggur hann áherslu á brennsluæfingar. Hann mælir með því að fólk hreyfi sig í 45 mínútur á dag fimm sinnum í viku. Tvisvar í viku á fólk að leggja áherslu á eitthvað léttara eins og að fara í nudd eða út að ganga. 

Mataræði skiptir einnig máli og segir hann að koloríufjöldi sé lykilatriði. Ef fólk vill léttast mælir hann með að það innbyrði færri kaloríur en það brennir. Hann ráðleggur kúnnum sínum að borða sig ekki sadda heldur bara eins og þeir þurfa. Segir hann marga borða allt of mikið og rugla hungri saman við þorsta. Hann mælir síðan með því að drekka þrjá til fjóra lítra af vatni á dag. 

„Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði og þú getur ekki látið helgina skemma fyrir þér. Það er stór mistök sem fólk gerir. Það kemst í helgarfrí og allt fer í vitleysu og allt sem það gerði frá mánudegi til föstudags er farið,“ segir Castano sem segist vera mikið fyrir jafnvægi. Ef fólk vill fá sér súkkulaði verður það að passa inn í kaloríufjöldann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál