Húðvörurnar sem eru sífellt uppseldar

Kanye West er einn þerira sem notar Terra-Tory.
Kanye West er einn þerira sem notar Terra-Tory. mbl.is/skjáskot Instagram

Kimberly Waldropt býr til áhugaverðar snyrtivörur heima hjá sér sem fræga fólkið fær ekki nóg af. Vörurnar þykja góðar fyrir fólk með viðkvæma húð og það sem er áhugavert við þær er að þær eru alltaf uppseldar. 

Terra-Tory snyrtivörurnar eru stílhreinar og fallegar. Waldrop býr til þær heima hjá sér sem þykir einstakt því sjálf á hún farsælan feril að baki þegar kemur að meðal annars framleiðslu á tískuvörum. 

Sjálf er Waldrop alin upp í kringum snyrtivöruframleiðslu þar sem mamma hennar framleiddi sápur þegar hún var stelpa. 

Vörurnar eru gerðar úr náttúrulegum ætilegum efnum á borð við avókadó og agúrkur og þykja henta fyrir viðkvæma húð. 

View this post on Instagram

Avocado 🥑 Cucumber 🥒 + Aloe = The Green Machine Soap Cube

A post shared by TERRA-TORY Skincare (@terra_tory) on Aug 3, 2020 at 11:57am PDT

Hönnun og umbúðirnar eru einfaldar og fallegar og þeir sem hafa prófað vörurnar virðast ekki geta fengið nóg. 

View this post on Instagram

A post shared by TERRA-TORY Skincare (@terra_tory) on Jun 24, 2020 at 3:29pm PDT

Vogue

mbl.is