Mamma Hemsworth bræðranna fastar

Hemsworth bræðurnir eiga unglega mömmu.
Hemsworth bræðurnir eiga unglega mömmu. Skjáskot/Instagram

Móðir bræðranna Chris og Liam Hemsworth, Leonie, er sextug og í frábæru formi. Tengdadóttir hennar Elsa Pataky segir í viðtali við Body + Soul að leyndardómur unglegs útlits tengdamóður sinnar sé reglulegum föstum að þakka.

„Fyrsta manneskjan sem við þekktum sem byrjaði að fasta fyrir alvöru var mamma Chris. Hún lítur stórkostlega út. Hún er sextug og lítur bara betur út með hverju árinu,“ segir Pataky. Leonie byrjaði á að fasta einn dag í viku og fór svo hægt og rólega að fasta á hverjum degi 15-16 klukkustundir.

View this post on Instagram

Happy mother’s days to all the incredible mums out there we salute you!! Xoxo 😘

A post shared by Chris Hemsworth (@chrishemsworth) on May 10, 2020 at 2:12am PDT

mbl.is