Svona brennirðu meira í skokkinu

Þjálfari gefur ráð um útihlaup.
Þjálfari gefur ráð um útihlaup. Úr safni

Ertu alltaf að hlaupa sömu vegalengdina og sérð engan árangur? Heilsuþjálfarinn Sam Wood gefur hér fimm skotheld ráð til þess að fá sem mest út úr útihlaupinu.

1. Skorpur

Svokölluð „interval hlaup“ þar sem þú hleypur mjög hratt í stuttan tíma er frábær leið til þess að byggja upp þol og hámarka brennslu. Það tekur líkamann lengri tíma að komast aftur í samt horf eftir slíka þjálfun sem þýðir að þú ert enn að brenna hitaeiningum eftir að hlaupinu lýkur. Sé þyngdartap markmiðið þá er þessi tegund hlaups tilvalin. 

2. Brekkur

Brekkur auka á erfiðleika hlaupsins og geta hjálpað manni að auka hraða, styrk og þol. Að hlaupa upp brekkur gera manni kleift að gera hlaupið erfiðara án þess þó að auka hraðann. Líkaminn aðlagast því að hlaupa á flatlendi þannig að brekkur eru frábær leið til þess að ögra sjálfum sér og brenna fleiri hitaeiningum.

3. Stigar

Stigar eru stórkostlega vanmetnir. Að hlaupa upp stiga er frábær leið til þess að ná miklum árangri á stuttum tíma. Þá er hægt að breyta til og taka aðra hverja tröppu, gera hnéstig og svo framvegis.

4. Fylgstu með árangrinum

Berðu ábyrgð á hlaupunum þínum og fylgstu með árangrinum í þar til gerðum snjallforritum. Þannig má sjá hvar má bæta sig og hvernig. Þú þarft að sjá að öll þessi vinna sé að skila árangri.

5. Bættu við annars konar æfingum

Hlaup þarf ekki bara að vera blátt áfram hlaup. Þú skalt endilega bæta við hnébeygjum, armbeygjum og svo framvegis. Útihlaupið gæti þá litið svona út, hlaup í fimm mínútur, ein mínúta af armbeygjum og svo koll af kolli.

mbl.is