Fékk kórónuveiruna og leið eins og hún væri með ógeð inni í sér

Harpa Einarsdóttir hefur náð sér af kórónuveirunni.
Harpa Einarsdóttir hefur náð sér af kórónuveirunni.

Harpa Einarsdóttir heilsumarkþjálfi er ein af mörgum sem fengu kórónuveiruna. Hún er heilsuhraust í grunninn en segir að hún hafi upplifað mikinn vanmátt að fá öll þau einkenni sem talað er um tengt veirunni. Það átti illa við hana að vera orkulaus með lítið sem ekkert bragðskyn og að finna ekki lykt. Hún þurfti að vera upp á vini og vandamenn komin þegar kom að því að fá aðföng heim. Það sem kom henni þó mest á óvart í veikindunum var hversu nákvæmur líkami hennar var þegar kom að uppbyggingu og að ná upp allri orku aftur. 

Líkaminn vissi hvað hann vildi

Harpa segir að þó hún hafi lesið sér vel til um heildrænar lækningar, þá hafi líkaminn verið fyrri til að vita hvað hann þurfti. 

„Ég borðaði að mestu hollan og góðan mat. Einn daginn langaði mig bara í lax og sætar kartöflur. Svo það var það eina sem ég borðaði þann daginn. Eins borðaði ég gróft brauð og grænmeti svo eitthvað sé nefnt.“

Harpa segir að hjúkrunarfræðingurinn sem hringdi reglulega í hana hafi minnt hana á að drekka vökva. Þá ekki bara vatn heldur einnig næringarríka drykki í fljótandi formi. 

„Ég fékk mér grænmetissafa með rauðrófum og alls konar drykki sem gerðir voru úr ávöxtum og grænmeti.“

Það sem kom Hörpu hvað mest á óvart var breytingin við að fá annað fólk til að fara með sér í búð. Hún forðaðist allar freistingar og lét kaupa allt það sem líkami hennar var að kalla eftir í gegnum fæðuna. 

„Ég var algjörlega í hollustunni á meðan ég var veik. Það var ekki með ráðum gert heldur meira ómeðvitað. Þegar ég svo byrjaði að hressast, þá hafði ég mikla þörf fyrir að fara út undir bert loftið. Ég gat leyft mér það, vegna þess að ég er með sérinngang heima. Ég fór því út fyrir bæinn á afvikinn stað þar sem ég mætti engum og fór út að ganga. Í fyrstu gekk ég hægt og rólega, en síðan jók ég við gönguna eftir því sem orkan mín leyfði.“

Harpa segir líkamann vita hvað hann þarf eftir veikindi.
Harpa segir líkamann vita hvað hann þarf eftir veikindi.

Vildi ekki fá bakslag í veikindunum

Harpa segir að hún hafi heyrt af fólki sem hafi farið of skart af stað og fengið bakslag í veikindum sínum. Það var eitthvað sem hana langaði ekki að lenda í. 

„Meðan á öllu þessu stóð stundaði ég jóga nidra og hugleiðslu tvisvar á dag. Hugleiðsla minnkar stress og það sama má segja um það að hreyfa sig úti.“

Harpa segir að hún hafi haft sterkt innsæi þegar hún var að byggja sig upp aftur. 

„Það er ótrúlegt að sjá hversu mikil þekking leynist innra með okkur. Eftir á að hyggja er allt það sem ég gerði, ráðlagt af heildrænum lækningum.

Það sem ég gerði er að sjálfsögðu ekki lækningin við kórónuveirunni og engin töfralausn, en þetta hjálpaði mér og þá sér í lagi við að ná mér af eftirköstum veirunnar. Kannski virkar uppbyggingin eftir á ekki eins fyrir alla. En ég tel þetta góðan leiðarvísi fyrir þá sem vilja byggja ónæmiskerfið sitt upp aftur og að hjálpa líkamanum við að takast á við veirur og flensur.

„Eftir veikindin fannst mér eins og ég væri með eitthvert ógeð innan í mér og þá öskraði líkaminn á hreinsun. Ég stofnaði því hreinsunar-stuðningshóp á Facebook með fleirum sem vildu hreinsa sig eftir veturinn. Hópurinn dieldi sín á milli reynslu sinni, góðum venjum og mataruppskriftum svo eitthvað sé nefnt.“

Í kjölfar alls þessa vaknaði hugmyndin að Dásemdarviku á Snæfellsnesi sem hún mun halda nú í september á Miðhrauni. Þar mun Harpa leiða hópinn í gegnum jóga nidra-hugleiðslu tvisvar á dag ásamt því að stýra verkefnum vikunnar. Þangað mun hún fá til sín áhugaverða fyrirlesara svo sem Guðrúnu Bergmann sem verður með fyrirlestur um betri heilsu. Vala Mörk og Guðjón Svansson munu mæta og segja frá ferðalögum sínum um bláu svæði heimsins þar sem fólk lifir betra lífi og lengur en annars staðar í heiminum. Eins mun Hjördís Rósa sjúkraliði bjóða upp á jóga og Gong-slökun svo eitthvað sé nefnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál