5 ástæður fyrir því að þú nærð ekki markmiðum þínum

Ertu ekki að ná þeim árangri sem þú vilt ná?
Ertu ekki að ná þeim árangri sem þú vilt ná? Ljósmynd/Unsplash/John Arano

Það getur verið ansi pirrandi þegar fólk gerir allt rétt en nær ekki markmiðum sínum. Þú æfir reglulega, drekkur tvo lítra af vatni á dag og borðar að jafnaði næringarríkan og góðan mat en nærð samt ekki árangri. 

Þótt þú sért í grunninn að gera allt rétt skipta litlu atriðin líka máli og geta verið að hindra þig í að ná árangrinum sem þú vilt. 

1. Þú sefur ekki nóg 

Svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir heilsuna og rétta starfsemi. Einbeittu þér að því að ná í það minnsta sjö til átta tímum á hverri nóttu. Rannsóknir sýna að of lítill svefn getur haft margvísleg áhrif á okkur, til dæmis á það hversu mikið við borðum daginn eftir.

2. Þú borðar ekki nóg prótín

Samkvæmt rannsókn FASEB Journal missa þeir sem borða mikið prótín meiri fitu og viðhalda vöðvamassanum betur en þeir sem borða ráðlagðan dagskammt af prótíni. Matur með meira prótíninnihaldi er líka meira mettandi þannig að þú verður ekki sísvangur. 

3. Þú drekkur ekki réttu drykkina

Það er einstaklega freistandi að fá sér eitt vínglas á kvöldin eftir erfiðan dag. En ef þú ert að reyna að ná markmiðum um að léttast ættirðu að sleppa því. Drekktu drykki með engum eða fáum hitaeiningum, til dæmis vatn og kaffi eða sykurlaust gos. 

4. Þú drekkur ekki nóg vatn

Vatnsdrykkja er einstaklega mikilvæg fyrir líkamsstarfsemina. Stefndu að því að drekka í það minnsta tvo lítra af vatni á hverjum degi og ef þú ferð á æfingu ættirðu að drekka allavega hálfan lítra. Vatn bætir skapið og heilastarfsemina og heldur þörmunum glöðum, sem er mikilvægt. 

5. Þú settir þér óraunhæf markmið

Mundu að það eru venjur sem skila okkur árangri, ekki skyndilausnir. Hægur, stöðugur og jafn árangur er lykillinn að árangri. Rannsókn sem gerð var við George Washington-háskóla sýndi að óraunhæf markmið valda því að við verðum eins og jójó. Náum árangri, töpum honum aftur niður og náum honum svo aftur.

Byrjaðu á að setja þér lítil raunhæf markmið eins og til dæmis að borða grænmeti á hverjum degi. 

Ekki gera ráð fyrir að þú sjáir árangur á einni nóttu eða jafnvel á fyrstu vikunum eftir að þú settir þér markmið.

Hafðu það að markmiði að drekka allavega 2 lítra á …
Hafðu það að markmiði að drekka allavega 2 lítra á dag. Ljósmynd/Unsplash/KOBU Agency
mbl.is