7 leiðir til að leggja frá sér símann

Símar eru ávanabindandi.
Símar eru ávanabindandi. Unsplash.com/ Bruce Mars

Stundum þráum við ekkert meira en að leggja símann frá okkur og gera eitthvað annað. En áður en við vitum af erum við aftur komin með símann í höndina og erum að fletta í gegnum samfélagsmiðlana.

Markmiðið með að ná hvíld frá tækninni er ekki eingöngu að takmarka skjátíma heldur einnig að búa til betri venjur, vera í núinu og skapa tíma fyrir eitthvað sem er gjöfulla fyrir sálina. 

Leiðir til þess að taka hvíld frá snjallsímanum:

1. Stilltu forritin þannig að þú hættir að fá tilkynningar (e. push notifications)

Sumir geta ekki stillt sig um að kíkja á Facebook eða Instagram um leið og þeir sjá rauða punktinn. Með því að taka þá stillingu af sér maður ekki hvað er að gerast þar nema maður raunverulega vilji. „Ef þú ert truflaður fimm sinnum á þrjátíu mínútum nærðu aldrei almennilegri einbeitingu,“ segir Jesse Fox, doktor í samskiptatækni við Háskólann í Ohio.

2. Gerðu skjáinn svart/hvítan

Það sem dregur mann að skjánum er hversu lifandi hann er. Til að draga úr þeirri tilfinningu er hægt að stilla hann þannig að hann sé svart/hvítur.

3. Leggðu frá þér símann á meðan á máltíð stendur

Bara það að hafa símann uppi við á meðan setið er við matarborðið dregur úr gæðum allra samskipta. Fólk er alltaf með hugann við það að síminn gæti byrjað að blikka. Fólk er því ekki að fullu viðstatt. 

4. Búðu til símalausan tíma

Veldu ákveðinn tíma þar sem síminn er víðs fjarri. „Byrjaðu á því að ákveða til dæmis að taka símann ekki með í hádegishlé. Taktu svo stöðuna eftir viku. Flestir halda áfram á þeirri braut og bæta við fleiri stundum þar sem síminn er ekki með í för,“ segir Adam Alter, prófessor hjá NYU.

5. Ekki síma í svefnherberginu

Flestir nota símann sem vekjaraklukku en um leið og þeir vakna eru þeir byrjaðir að fara inn á alla samfélagsmiðlana. Best er að geyma símann utan svefnherbergisins. Keyptu þér hefðbundna vekjaraklukku. Þá getur síminn gert manni erfiðara fyrir að sofna á kvöldin. Bláa ljósið á skjánum fær heilann til þess að halda að það sé dagur og truflar þar af leiðandi gæði svefns.

6. Vertu duglegri að lesa blöðin

Að lesa á pappír er betra fyrir heilann segja sumar rannsóknir. Maður meðtekur upplýsingar betur með þeim hætti. Lestu fréttir í blöðunum frekar en á símanum, rétt eins og í gamla daga.

7. Sæktu réttu snjallforritin

Það eru til snjallforrit sem hjálpa manni að fylgjast með símahegðun manns, setja manni mörk og hjálpa manni að takmarka tímann á netinu. Nefna má forritin Freedom app, Moment app og Off Time.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál