Leggangaþurrkur! Obbosí!

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vissir þú að um 80% kvenna fá leggangaþurrk einhvern tímann á ævinni? Ekki vissi ég þetta, þar til fyrir tiltölulega stuttu síðan. Gerði mér sko enga grein fyrir hve algengt vandamálið er, enda talar enginn um þetta.

Margir hópar kvenna lenda í þessu en konur á breytingaskeiði eru líklega stærsti hópurinn.

Ungar konur á pillunni eða með barn á brjósti, konur í krabbameinsmeðferð, konur á andhormónameðferð, við þessar hressu á breytingaskeiðinu og heldri eldri konur!

Þetta þurrkvesen getur snert konur á öllum aldri.

En hvernig stendur á að enginn er að tala um leggangaþurrk? Konur tala um sveppasýkingar, þvagfærasýkingar og alls konar kjallaravesen, en engin talar um þurrkinn.

Gæti það verið vegna þess að okkur finnst þetta neyðarlegt? Við tengjum þetta kynlífi eðlilega, þar sem þurrkur getur nú heldur betur skemmt atmóið. Okkur finnst örugglega pínu neyðarlegt þegar kerfið virkar ekki og allt er þurrt og stíft. Eins og við getum eitthvað gert að því að líkaminn ákveði að skrúfa fyrir sleipinguna!

Alla vega. Ég hef alveg átt erfitt með að fá konur til að opna sig um þetta, en það er að breytast hratt!

Einkenni svona þurrks geta líka verið mjög lúmsk og ástandið verið greint sem eitthvað allt annað. Ég hef spjallað við konur sem voru greindar með sveppasýkingu, þvagfærasýkingu og jafnvel vöðvabólgu í grindarbotninum, en engin meðhöndlun sló á einkennin. Þær reyndust bara vera þurrar!

Leggangaþurrkur getur heldur betur skert lífsgæði okkar kvenna. Kynlíf, sundferðir, líkamsrækt og hjólreiðar eru oft bara alls ekki að gera sig vegna óþæginda.

Þetta ástand er algjörlega glatað, óþægilegt, sáraukafullt og bara ömurlegt!

En hvað er hægt að gera?

Það er ein jurt sem ég þekki vel sem getur virkað. Hafþyrnir (Sea Buckthorn). Úr hafþyrni er unnin olía sem er rík af Omega 7-fitusýrunni. Sú er allra best til að eiga við þurrk í slímhúð og húð. Leggöngin okkar eru klædd viðkvæmri slímhúð sem þarf næringu og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að hafþyrnisolían hjálpar. Það er hægt að fá hafþyrnisolíu í bætiefnaformi og eins í kremi til að sprauta upp í leggöngin.

En koma svo konur, ræðum þetta endilega. Eftir allt saman þá eru líkurnar um 80% á að við lendum í þessu á einhverjum tímapunkti!

Styrkjum og styðjum hver aðra, þannig rúllum við best!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál