8 atriði til að hafa í huga í sykurlausum september

Það er skemmtileg áskorun að taka sykurlausan september.
Það er skemmtileg áskorun að taka sykurlausan september. mbl.is/Colourbox

Sykurlaus september getur verið frábær áskorun til að auka vellíðan og endurheimta orkuna fyrir veturinn. Heilsan er ofarlega á forgangslista margra núna og þeir sem hafa farið í gegnum svipað átak áður segja að svefninn verði betri, orkan meiri og útlitið batni.

Hér eru átta átriði sem þú ættir að skoða í átakinu:

1. Vertu hluti af hópnum

Gott fyrsta skref í sykurlausum september er að ganga í facebookhópinn Sykurlaus september á Smartlandi. Það hefur löngum sýnt sig að í hópi erum við sterkari en einsömul þegar við erum að breyta um venjur.

2. Gerðu skipulag fyrir daginn

Þeir sem eru búnir að plana hvað þeir borða daglega ná betri árangri en aðrir þegar á að hætta að borða sykur. Eins er gott að muna að fólk þarf ekki að vera svangt þó ekki sé borðaður sykur í september. Þrjár máltíðir í það minnsta á dag koma skapinu í lag!

3. Ekki hafa sykur heima

Til að minnka áhættuna á að þú grípir í sykur er alltaf sniðugt að hafa hann ekki við höndina. Það eru til fjölmargar góðar sykurlausar sósur og mundu að þú getur jafnvel fengið þér egg og beikon í morgunmat. Mikilvægt er að borða hollan og góðan mat í sykurlausum september. 

Það er alltaf skemmtilegast að fara í átak með öðru …
Það er alltaf skemmtilegast að fara í átak með öðru fólki. mbl.is/Colourbox

4. Sykur getur verið ávanabindandi

Það sem er mikilvægt að muna er að sykur getur verið ávanabindandi, svo um leið og þú hættir að borða sykur máttu gera ráð fyrir léttum eða hörðum flensueinkennum. Þegar þráhyggjan tekur yfir hugsunina er gott að muna að þetta eru einungis 30 dagar sem verða liðnir áður en þú áttar þig á því. 

5. Mundu eftir vatninu

Stundum þegar sykurlöngunin kemur getur viðkomandi verið þyrstur. Mælt er með að fólk drekki 1,5 til 2 lítra af vatni á dag. Gott er að setja myntulauf, sítrónu eða eitthvað ferskt og gott út í vatnið. 

6. Hreyfðu þig

Fyrir þá sem eru vanir að fá sér sykur yfir sjónvarpinu á kvöldin getur verið nauðsynlegt að gera hlutina aðeins öðruvísi. Léttur göngutúr í góðum félagsskap eða fara í sund getur tekið athyglina frá því sem maður ætlar ekki að vera að gera í september. 

7. Hringdu í vin

Það getur verið ótrúlega gott að eiga vin í árferði eins og þessu. Einhvern sem ætlar að gera það sama og þú og þú getur leitað til þegar á brattann er að sækja. Þessi einstaklingur mun án efa leita einnig til þín, en kannski verður sykurlöngunin ekki til staðar hjá ykkur á sama tíma, sem mun þá hjálpa ykkur að komast saman í gegnum mánuðinn. 

8. Ekki gefast upp

Í sykurlausum september er gott að hafa í huga að jákvæð þróun er heilbrigðari nálgun en það að ætla sér að gera hlutina fullkomlega. Ef þú ferð í gegnum nokkra daga án sykurs, en dettur svo í það, er gott að hafa í huga að þetta átak er ferðalag en ekki áfangastaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál