Æfingar til að endast lengur í rúminu

Sterkur grindarbotn er lykill að vellíðan.
Sterkur grindarbotn er lykill að vellíðan. DainisGraveris/Sexualalpha

Stundum eiga karlar í erfiðleikum með að endast þegar hæst ber í ástaleik. Það er þó margt hægt að gera til þess að auka endinguna og ánægjuna.

Grindarbotnsæfingar

Það eru ekki bara konur sem eiga að þjálfa grindarbotninn heldur karlar líka – allir karlar, alltaf. Það er til mikils að vinna því sterkur grindarbotn er ávísun á góða þvagblöðru og hjálpar til við að fá stífan lim og kemur í veg fyrir brátt sáðlát. Gott er að herpa vöðvana líkt og þú sért að stöðva þvaglát. Haltu spennunni í tvær sekúndur í senn. 

Armbeygjur

Það er gott að gera armbeygjur því margar stellingar í rúminu krefjast þess að maður sé sterkur í öxlum og höndum. Jafnvel trúboðastellingin getur reynt á handleggi karlanna og því geta armbeygjur hjálpað til við að auka úthaldið í rúminu.

Hnébeygjur

Hnébeygjur hjálpa til við að styrkja neðri líkamann og grindarbotninn. Haldir þú á lóðum ertu líka að styrkja handleggi um leið.

Mjaðmaæfingar

Liggðu á gólfinu með fætur á jörð og þrýstu upp mjöðmunum og spenntu rassinn. Æfingar sem þessar eru góðar fyrir bæði kynin og auka ánægju í rúminu.

Önnur ráð til að endast lengur:

  • Notaðu smokk  dregur úr næmi.
  • Skiptu um stellingar  settu hana ofan á.
  • Stoppaðu rétt áður en þú færð það og bíddu smá.
  • Kreistu kónginn rétt áður en þú færð það.
Það er hægt að gera armbeygjur í mörgum mismunandi úrgáfum.
Það er hægt að gera armbeygjur í mörgum mismunandi úrgáfum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál