Stjörnur sem sögðu skilið við sykur

Margar stjörnur hafa prófað að segja skilið við sykur.
Margar stjörnur hafa prófað að segja skilið við sykur. Samsett mynd

Fjölmargar stjörnur hafa prófað að taka sykur út úr mataræðinu. Hvort sem það er gert að læknisráði eða einfaldlega til að líða betur í maganum hafa stjörnur talað vel um að sleppa sykri.

Alec Baldwin

Alec Baldwin átti á hættu að þróa með sér sykursýki vegna lélegs mataræðis fyrir nokkrum árum. Eftir blóðprufu sem kom illa út sagði læknir leikarans að hann þyrfti að taka sig á. Eiginkona hans, Hilaria Baldwin, sá um að hjálpa honum. Í viðtali við People um leikarann fyrir nokkrum árum sagði hún hann hefði vanið sig á óhollt mataræði án þess að átta sig á því. Hann var tíður gestur á veitingastöðum í mörg ár, hann borðaði auk þess seint og mikið. 

„Sykurinntaka hans var allt of mikil, ekki bara vegna sætinda og einfaldra kolvetna,“ sagði frú Baldwin sem sagði eiginmann sinn hafa tekið út pasta, brauð, einföld kolvetni, uppáhaldssósuna sína sem var súrsæt sósa. Leikarinn hætti meðal annars að borða ávexti. Með þessu náði hann að laga blóðsykurinn auk þess sem hann grenntist. „Þetta hjálpaði honum að breyta sambandi sínu við mat.“

Leikarinn Alec Baldwin.
Leikarinn Alec Baldwin. AFP

Kate Hudson

Hudson fór að hugsa meira um sykurneyslu sína fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Daily Mail á sínum tíma sagði hún að það að hætta að borða sykur eða minnka það mikið hefði breytt miklu fyrir sig. „Það opnaði augun mín, ég áttaði mig á að ég þráði sykur eins og fíkill um klukkan fjögur á daginn. Ég þráði eitthvað sætt og þá fattaði ég hversu mikinn sykur við virkilega borðum.“

Kate Hudson.
Kate Hudson. AFP

Kourtney Kardashian

Raunveruleikaþáttastjarnan er þekkt fyrir að borða holla og hreina fæðu. Á heimili hennar eru hvorki til matvörur með glúteni né mjólkurvörur. Í viðtali við Health fyrr á árinu sagðist hún reglulega fara á ketó en á mataræðinu er ekki sykur leyfður. 

Kourtney Kardashian.
Kourtney Kardashian. AFP

Gwyneth Paltrow

Leikkonan er þekkt fyrir að vera með allt á hreinu um heilsu og vellíðan. Fyrrverandi einkakokkur hennar sagði í viðtali árið 2017 að leikkonan borðaði ekkert og væri mjög ströng þegar kæmi að mataræði. Hún vildi engan sykur, enga sætu, ekki mjólkurvörur. Bara þeim mun meira af grænmeti. 

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Matthew McConaughey

Leikarinn hugsar vel um heilsuna og var lengi á paleo-mataræðinu. Hann borðaði þá eins og steinaldarmaðurinn sem borðaði ekki unnar sykurvörur. 

Matthew McConaughey.
Matthew McConaughey. AFP

Jessica Alba

Leikkonan deildi heilsuráðum sínum í viðtali við Byrdie fyrr á árinu. Þar mælti hún með því að drekka vatn og borða mikið af hreinni fæðu. Mælti hún gegn því að borða unna matvöru og ónáttúrulega sætu. 

Jessica Alba.
Jessica Alba. AFP

Jessica Biel

Leikkonan sagði í viðtali við Los Angeles Times fyrir nokkrum árum að sér liði betur þegar hún borðaði ekki glúten, hveiti og mjólkurvörur. Meltingin væri betri, sér liði betur og hún væri með meiri orku. Hún sagði þó ekkert beinlínis bannað og sagðist borða smákökur og pítsur á svindldögum.

Jessica Biel.
Jessica Biel. AFP
mbl.is