„Hlabbar“ þegar hún getur

Telma Matthíasdóttir er einkaþjálfari.
Telma Matthíasdóttir er einkaþjálfari.

Telma Matthíasdóttir þjálfari er eigandi Fitubrennslunnar og rekur Bætiefnabúlluna með unnusta sínum. Hún er mikið fyrir hreyfingu, hamingju og húmor og segist kunna vel við sig í eldhúsinu. 

Stundarðu líkamrækt?

„Já, heldur betur. Ég get ekki hugsað mér daginn án þess að hreyfa mig. Það er alltaf tilhlökkun að stökkva í æfingagallann og fá smá útrás. Koma blóðflæðinu af stað, mýkja kroppinn og hreinsa hugann.“

Hvers vegna æfirðu?

„Ég vil vera hraust og sterk. Hafa gott þol. Vera liðug og fjörug. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og var mjög virk í íþróttum alla mína æsku. Ég finn bara hvað ég verð lífsglöð, jákvæð og öruggari með mig ef ég er í góðu formi og hreyfing er nauðsynleg fyrir mína andlegu heilsu. Lífið er svo stutt. Ég vil ekki fara á mis við þau lífsgæði að búa í hraustum líkama.“

Hversu oft í viku æfir þú?

„Ég hreyfi mig alla daga. Ég geri stífar æfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og hreyfi mig létt alla hina dagana. Munurinn á æfingu og hreyfingu er mikill. Á æfingu er ég að leggja meira álag á líkamann, í raun byggja hann upp fyrir ákveðin átök. Í dag er ég mikið í náttúru- og fjallahlaupum og er að byggja upp þol- og styrktaræfingar fyrir það. Hreyfing er meira þegar ég rúlla og nudda líkamann. Þá fer ég í jóga, út að hjóla, fer í fjallgöngur og út að „hlabba“ sem er að labba og hlaupa og njóta á víxl. Ég reyni að vera mikið úti í sólinni og fá súrefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál