Lögin sem aðstoða þig í ástarsorginni

Það er gott að tengja við tónlist þegar farið er …
Það er gott að tengja við tónlist þegar farið er í gegnum verkefni lífsins. mbl.is/Colourbox

Margir spá lítið í tónlistina sem þeir hlusta á en skilja svo ekkert í því af hverju ákveðin lög annaðhvort hressa þá við eða auka á þráhyggjuna. 

Það er lítið vit í því að hlusta á tónlist um sanna ást þegar sambandsslit hafa átt sér stað. Eða hlusta á tónlist um skuldbindingu ef þú vilt ekkert annað en skyndikynni. 

Eitt er víst að það er til lag sem passar ástandinu sem þú ert í núna. Hér er dæmi um tónlist sem hæfir alls konar tilefnum. 

Hvert tímabil í lífinu á sitt eigið lag.
Hvert tímabil í lífinu á sitt eigið lag. mbl.is/Colourbox

You Oughta Know – Alanis Morissette 

Þetta lag er gott að setja í hátalarana þegar þú þarft að syngja þig í gegnum gremjuna við að fyrrverandi er kominn með nýja konu. Það eina sem þú þarft bara að muna er að ekkert samband er fullkomið. Það skilur Morissette betur en margir aðrir. 

Only wanna be with you  Hootie & Blowfish 

Ef þú ert nýbúin að finna ástina í fangi konu sem er aðeins andlega óstöðug þá má alltaf syngja sig í gegnum það með höfrungalagi Hootie & Blowfish.

Lovefool  The Cardigans

Ef þú ert ein af þeim sem eru fastar í ástarvítahring þar sem kærastinn var æðislegur í byrjun en hefur nú stimplað sig andlega út úr sambandinu má alltaf hella upp á þráhyggjuna með tónlist Cardigans um ástina. 


Roar  Katy Perry

Ef þú endaðir samband sem þú hefur verið að velta fyrir þér hvort hafi verið rétt ákvörðun, þá er gott að dansa og syngja við lagið Roar. Að sjálfsögðu ertu tígur í eigin lífi og átt ekki að þurfa að vera önnur en þú ert. 

Áfram gakk. 

Kissing a Fool  George Michael

Ef þú elskar einhvern sem þorir ekki að elska þig til baka vegna álits annarra er ekkert betra en að setja Kissing a Fool á fóninn. Hver veit nema viðkomandi fái kjarkinn og þori að elska þig. Ekki bíða of lengi samt!


The Hills  The Weeknd

Ef þú óttast skuldbindingu og ert hræddur við ástina, þá þarftu að muna að þú mátt lifa fyrir augnablikið rétt eins og segir í laginu The Hills. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál