Fótanudd getur bætt svefinn svo um munar

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Svífur svefninn stundum framhjá þér, áttu erfitt með að sofna, ertu órleg/ur í svefni? Í hinum óþrjótandi viskubrunni Ayurvedafræðanna, segir um eina af doshunum, vata doshuna sem byggir upp á lofti og eter, að hún sé hreyfanleg, köld, þurr og hrjúf en um leið létt, tær og fíngerð. Kannski tekur þú strax eftir því að þessi orð geta bæði átt við um svefn og fætur,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli: 

Svefninn er viðkvæmt fyrirbæri og ekki flóknari aðgerð en fótanudd getur bætt svefn svo um munar. Það er gaman segja frá því að við systur í Systrasamlaginu höfum ráðlegt fótanudd með olíu við svefnleysi í mörg ár. Nær undantekningalaust mætir fólk með undrunarsvip og segir að fótanuddið virki og svefninn sé miklu betri. Einfalt, ekki satt?

Fótanudd ýtir nefnilega undir að þú sofnir fyrr, sofir betur og vaknir síður. Fótanudd róar taugar, dregur og þreytu og þar sem sogæðakerfið fær líka boost bætir fótanudd varnarkerfi líkams.

En þetta er allt saman bæði gömul saga og ný. Mörg þeirra fræða sem leggja áherslu á órjúfanlega tengingu líkama og sálar, sem eru t.d. hefðir frá Indlandi, Kína og Egyptalandi, segja fæturnar einfaldlega endurspegla heilsu okkar. Sumir sýna þeim svo mikla virðingu að þeir kyssa fætur annarra, en það er önnur saga. Til eru samtök í Bandaríkjunum, the America Podiatric Medical Association, sem viðurkenna að kranleikar í fótum séu fyrsta merki um alvarleg heilsufarsleg vandamál.

Hitt er annað að fornu Ayrurvedafræðin eru fyrir löngu búin að mastera fótdanudd og tengja á milli líkama og sálar. Í þeim er líka vitað að svefninn ber í sér mikla vataorku og sá sem er í vataójafnvægi á gjarnan erfiðara með að sofa en aðrir.

Listin að gera Padabhyanga

Pada er orðið fyrir fætur í Sanskrít og orðið abhyanga þýðir að nudda útlimi (abhi=hreyfing og anga=útlimur). Þá er sama orðið yfir ást og olíu á Sanskrít sem er orðið sneha. Er ekki tímabært að sýna fótum þínum ást og umhyggju, þá sem hafa borið þig alla þessa leið?

Þó þarf sú notalega athöfn að nudda fætur fyrir svefninn alls ekki að vera meiriháttar aðgerð. Þrjár til fimm mínútur gera mjög mikið fyrir þig, en ef þú átt meiri tíma öðru hverju, gefðu þér á bilinu 10 til 20 mínútur. Þá gerast galdrar.

Með því nudda fæturna ertu líka að huga að öllum þínum innri líffærum sem eiga sín svæði í fótunum. Svæðanuddarar nudda ákveðna orkupunkta til að örva mismunandi svæði líkamans. Um leið og þú færir fótunum þínum djúsí nudd ertu að næra ákveðin líffæri.

Hér kemur kennsla:

Orkupunktarnir í fótunum eru hver um sig tengdir ákveðnu líffæri sem nefnast nadis. Þegar settur er léttur þrýstingur á þessa punkta ferðast orkan í tengt líffæri og losar um stíflur. Ef þú lest þig til um um þessa orkupunkta getur þú notið nuddsins jafnvel enn betur.

Kostir fótanudds:

Dregur úr vata orkunni og jarðtengir. Um leið ertu að gefa þínum innri líffærum létt nudd:

  • Dregur úr streitu og ótta

  • Dregur úr vöðvaspennu

  • Dýpkar svefn

  • Eykur blóðflæði

  • Bætir meltingu

  • Mýkir fætur

  • Dregur úr verkjum.

Það sem þú þarft er:

  • Nuddolíu

  • Bómullarsokkar

  • Glerflösku/krukku

Hvaða olíu er best að nota:

Þú þarft ekki endilega einhverja fansí olíu en hafðu hana engu að síður lífræna. Þú getur notað einfalda olíu eins og kókosolíu, sesamolíu, laxerolíu eða jafnve ghee. En ef þú veist hver þín ríkjandi dosha er, þá er líka um að gera að nota þá olíu sem á best við þig. Ekki gleyma því að húðin er stærsta líffærið og þegar þú þú berð á þig olíu fer hún inn í blóðrásina eins matur, svo enn og aftur, lífrænt vottuð olía er málið.

Ef þú hefur tilhneigingu til að svitna á nóttunni eða almennt séð er kókosolía góður kostur. Ef þú er hins vegar fótaköld/kaldur er sesamolía góð. Þó henta sesam- og laxerolía allflestum. En það er um að gera að prófa sig áfram. Blandaðu t.d. þinni uppáhalds kjarnaolíu saman við. Eða fjárfestu í vata, pitta eða kapha olíu fyrir þína líkams/hugargerð.

Sumir eiga olíuhitara og þá er um að gera að nota þá. Eitt besta ráðið er þó að eiga litla glerkrukku eða -flösku. Settu vænan slurk af olíu flöskuna og hitaðu undir heitri vantsbunu. Hitið þannig að hún verið þægilega heit.

Galdurinn við gott fótanudd:

Hér koma tvær tillögur. Fylgdu hverju skrefi og njóttu.

Tillaga 1: Þessi aðferð hentar hvort sem fyrir 3 eða 15 mínútur.

  • Þvoðið fætur og þurrkið vel.

  • Berið lítið magn af olíu á ökkla og fætur.

  • Bætið við olíu og byrjið að nudda ökkla með hringlaga hreyfingum. Ekki gleyma að nudda liði og vel upp beinið með þráðbeinum hreyfingum, upp og niður.

  • Náið í meiri olíu og nuddið núna ristina fram og til baka, frá tám að ökkla.

  • Nuddið svo hverja einustu tá og allt þar á milli.

  • Nuddið þá iljar og hæla.

  • Krækið fingrum á milli tánna og nuddið kröftuglega fram og til baka. Það er auðveldast að gera með hægri hönd og vinstri fót og öfugt.

  • Farið í sokka og leyfið olíunni að fara inn yfir nóttina. Það er líka betra fyrir sængurfatnaðinn.

Tillaga 2: .

  • Fylltu bala með heitu vatni. Blandaðu út í vatnið 1/8 tsk ferskum rifnum engifer og sirka matskeið af Epsom salti. Hrærðu í og leystu upp.

  • Vertu í fótabaði í 20 til 30 míntútur.

  • Þurrkaðu fæturnar vel.

  • Fylgdu hverju skrefi eins og lýst er í tillögu eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál