Byrjar daginn á einföldu heilsutrixi

Ítalski hönnuðurinn Miuccia Prada.
Ítalski hönnuðurinn Miuccia Prada. AFP

Það þarf ekki að vera flókið að lifa heilsusamlega. Að drekka heitt eða volgt vatn á morgnana er til dæmis afar einfalt ráð. Ítalska tískudrottningin Miuccia Prada er meðal þeirra sem fá sér alltaf heitt vatn áður en þeir borða morgunmat. 

Prada, sem stend­ur að baki lúxustískumerkjunum Prada og Miu Miu, sagðist í viðtali við Vogue á dögunum alltaf drekka heitt vatn á morgnana. „Móðir mín kenndi mér: fyrst vatn og svo morgunmatur. Það er mjög hollt,“ sagði Prada. 

Prada er langt því frá eina tískudrottningin sem segist fara eftir þessu ráði. Fólk bætir gjarnan við sítrónu en þetta gamla ráð á að bæta meltinguna. Sítrónuvatnið á líka að hafa góð áhrif á húðina og sogæðakerfið. 

Smartland hefur fjallað um margar konur sem drekka heitt sítrónuvatn. Friends-leikkonan Jennifer Aniston er ein þeirra sem og leikkonan Keri Russell. Ofurfyrirsætunnar Naomi Campbell, Gisele Bündchen og Elle Macpherson fara einnig eftir ráðinu. 

Naomi Campbell drekkur heitt vatn.
Naomi Campbell drekkur heitt vatn. AFP
Gisele Bundchen drekkur heitt vatn.
Gisele Bundchen drekkur heitt vatn. AFP
mbl.is