Rífðu púlsinn upp heima í stofu

Það er mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig þó …
Það er mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig þó líkamsræktarstöðvar séu lokaðar.

Líkamsræktarstöðvum var olkað í upphafi þessarar viku og eflaust margir sem standa frammi fyrir ónýtum haustmarkmiðum. En eins og við lærðum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins er vel hægt að hreyfa sig heima og úti. Það eru líka eflaust margir sem luma enn á handlóðum, ketilbjöllum, æfingateygjum og dýnum sem koma sér vel í þessari lokun. 

Lokun líkamsræktarstöðva er því engin afsökun til að fá í bakið af hreyfingarleysi eða þurfa að gefast upp á markmiðum sínum og sökkva sér í nammipokann. Það er líka mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig til að halda geðheilsunni. 

Dæmi um heimaæfingu sem hægt er að gera hvar sem: 

5 umferðir af:

20 hnébeygjur

20 hnébeygjuhopp

20 uppsetur

20 framstig (10 á hvorn fót)

10 armbeygjur 

5 burpees

Til að gera æfinguna erfiðari er hægt að bæta við ketilbjöllu eða lóði í hnébeygjurnar og framstigin. 

Gott er að hita upp með léttum hreyfiteygjum og færri endurtekningum af æfingunum. Þú getur líka farið rólega í fyrstu umferðina og aukið ákefðina smám saman. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman