Krabbameinið sást ekki í fyrstu skimun

Olivia Newton-John segir að hún hafi vitað að eitthvað væri …
Olivia Newton-John segir að hún hafi vitað að eitthvað væri að. Hún hvetur konur til að standa með sjálfum sér og hlusta á innsæið. mbl

Leik- og tónlistarkonan Olivia Newton-John segir að brjóstakrabbamein hennar hafi ekki sést í fyrsta skipti sem hún fór í skimun. Hún hafi hins vegar fundið að eitthvað væri að og beðið um ítarlegri rannsóknir. 

Newton-John ræddi um krabbameinið í sérstöku viðtali þar sem hún kynnti stofnun sína, Olivia Newton-John Foundation, sem vinnur að því að finna lækningu gegn krabbameini. Sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein árið 1992. 

„Ég vissi strax að það væri eitthvað að. Ég fór myndatöku og hún var jákvæð. Síðan fór ég í ástungu og hún var jákvæð. Ég er ekki að segja þetta til að hræða konur heldur til þess að hvetja þær til þess að treysta eigin innsæi,“ sagði Newton-John. 

Olivia Newton-John greindist fyrst með krabbamein árið 1992.
Olivia Newton-John greindist fyrst með krabbamein árið 1992. mbl

„Ég fann að það var eitthvað að, og þegar ég var með skurðlækninum mínum ákváðum við að taka vefjasýni,“ sagði Newton-John og þá kom í ljós að hún væri með krabbamein í hægra brjósti. 

Hún fór í brjóstnám og níu mánaða lyfjameðferð. 

Krabbameinið hvarf eftir meðferðina en lét aftur á sér kræla árið 2013 en þá hafði það dreift sér út fyrir brjóstvefinn. Árið 2017 komst hún að því að hún væri komin með krabbamein á fjórða stigi og að það væri komið í hrygginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál