Ebba Guðný elskar að geta fyllt á uppþvottalöginn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir opnaði fyrsta áfyllingarbarinn í Nettó Mjódd.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir opnaði fyrsta áfyllingarbarinn í Nettó Mjódd.

„Ég gleðst mikið yfir því að nú sé hægt að kaupa áfyllingar á Sonett hreinlætisvörum. Ekki skemmir fyrir að áfylling er mun ódýrari kostur en að kaupa alltaf nýjan og nýjan brúsa. Ég hef notað Sonett í mörg ár. Í fyrsta lagi eru Sonett vörurnar dæmalaust góðar til allra þrifa, hvort sem er á fötum eða öðru, þá eru þær þar að auki eiturefnalausar, brotna 100% niður í náttúrunni, menga hvorki okkur né jörðina og vatnið okkar. Ilmurinn í Sonett vörunum kemur úr lífrænum biodýnamískum ilmkjarnaolíum. Alveg geggjað finnst mér,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari, fyrirlesari og rithöfundur en hún opnaði fyrsta básinn með glæsibrag í Nettó Mjódd í síðustu viku. 

Viðskiptavinum Nettó Mjódd býðst nú að fylla átóma þvottaefna-og uppþvottalögbrúsana sína frá Sonett. Nettó er fyrsta stóraverslunarkeðjan hér á landi sem býður upp á slíka þjónustu. Með því að nýta sér áfyllingu er hægt að nota sama brúsann aftur og dregur það þannig úr plastnotkun. Áfylling er þar að auki hagkvæmari en að kaupa nýjan brúsa. 

Nettó hefur lengi leitt íslenskan dagvörumarkað hvað umhverfis- og náttúruvernd varðar. Vörunar frá Sonett eru lífrænt vottaðar og brotna 100% niður i náttúrunni. 

„Samkaup taka umhverfismála alvarlega og eitt af markmiðum félagsins er að draga eftir bestu getu úr plastnotkun. Neytendur eru orðnir opnari fyrir því að endurnýta umbúðir eða velja jafnvel umbúðalaust. Því erum við stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar að fylla á Sonett þvottaefnis- og uppþvottalög brúsana,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.                                                                                                            

mbl.is