Fer að sofa klukkan átta á morgnana

Svefninn er í tómu tjóni hjá Stevie Nicks.
Svefninn er í tómu tjóni hjá Stevie Nicks. AFP

Tónlistarkonan Stevie Nicks glímir við alvarlegt svefnleysi og getur ekki sofnað fyrr en klukkan átta á morgnana. Nicks segir að ástandið hafi versnað til muna í heimsfaraldrinum. 

Nicks, sem er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Fletwood Mac, prýðir forsíðu breska Vogue í október. Hún segir heimsfaraldurinn ekki hafa haft góð áhrif á sig. 

Svefnvenjur tónlistarkonunnar voru litaðar af þeim lífsstíl sem fylgir því að starfa í tónlistargeiranum. „Ég gat yfirleitt sofið frá klukkan fimm á morgnana til klukkan 13. Núna fer ég ekki að sofa fyrr en átta á morgnana. Ég þarf að fara til ráðgjafa, eða kannski þarf ég að láta einhvern lemja mig í höfuðið með hamri,“ sagði Nicks. 

Hún segir að heimsfaraldurinn hafi ekki heldur haft góð áhrif á listrænu hliðina. „Ég fann ekki fyrir neinum listrænum áhrifum. Allt listræna fólkið sem ég þekki sagði það sama. Ég sat bara heima og horfði á sjónvarpið,“ sagði Nicks. 

Nicks er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem geisað hafa miklir skógareldar. „Mig langar bara að sjá ljósið við enda ganganna,“ sagði Nicks.

Nicks segist ekki hafa fundið listrænan anda koma yfir sig …
Nicks segist ekki hafa fundið listrænan anda koma yfir sig í heimsfaraldrinum. Skjáskot/Instagram
mbl.is