Fáðu flottan rass í þriðju bylgjunni

Anna Eiríksdóttir deilir hér 5 mínútna heimaæfingu sem rífur vel …
Anna Eiríksdóttir deilir hér 5 mínútna heimaæfingu sem rífur vel í.

Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, heldur fólki við efnið í þriðjubylgju kórónuveirunnar. Nú þegar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar er mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig. 

„Frábær æfingalota sem einblínir á að styrkja rass- og lærvöðva. Tilvalið er að taka þessa æfingu eftir t.d. góðan göngutúr og ég mæli með að gera hana 3x í viku.

Verum dugleg að hreyfa okkur því það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur líka þá andlegu,“ segir Anna í sínum nýjasta pistli. Í myndbandinu hér fyrir neðan má finna 5 mínútna heimaæfingu sem rífur vel í rass- og lærvöðva. 

Þið finnið fullt af frábærum heimaæfingum á www.annaeiriks.is og ef þið viljið fá aðgang að fjölbreyttu úrvali af hóptímum, kíkið þá á HREYFING HEIMA.

mbl.is