Hélt hún væri komin með elliglöp

Meg Mathews hélt hún væri komin með elliglöp á fimmtugsaldrinum.
Meg Mathews hélt hún væri komin með elliglöp á fimmtugsaldrinum. Skjáskot/Instagram

Rithöfundurinn Meg Mathews hélt hún væri komin með elliglöp á fimmtugsaldrinum þegar kona í AA-hópnum hennar spurði hana hvort hún væri ekki bara komin á breytingaskeiðið. Mathews uppgötvaði í kjölfarið að þunglyndi, kvíði og fleiri kvillar voru allt fylgifiskar breytingaskeiðsins. 

Mathews hefur verið opinská í umræðunni um breytingaskeiðið og vill opna umræðuna um það. Í viðtali við The Guardian lýsir hún því hvernig hún uppgötvaði að hún væri ekki komin með elliglöp heldur að ganga í gegnum breytingaskeiðið. 

Hún segist hafa byrjað að finna fyrir líkamlegum einkennum breytingaskeiðsins upp úr fertugu. „Þetta var svo mikið myrkur fyrir mig, ég var á virkilega dimmum stað. Ég fann mest fyrir andlegum breytingum. Skortur á estrógeni veldur miklum kvíða og mér fannst allt vera óyfirstíganlegt. Ég var alltaf sú manneskja sem fór bara á fætur, fór út og var drullusama um allt. Allt í einu varð ég áhyggjufulla manneskjan, ég hafði alveg haft áhyggjur áður, en ekki svona,“ sagði Mathews. 

Þegar Mathews kom heim úr ferð til Bandaríkjanna leið henni alveg skelfilega. Hún fór með dóttur sína í skólann og fór svo bara heim og lá uppi í rúmi. Hún ákvað að fara til læknis og fékk þunglyndislyf uppáskrifuð. En það gerði ekkert fyrir hana og hélt hún áfram að húka heima með áhyggjur af öllu. 

Hún hafði miklar áhyggjur af því að litríkur lífsstíll hennar á 10. áratug síðustu aldar hefði bitið hana í rassinn. Hún djammaði mikið og drakk mikið áfengi á þeim tíma og hélt það hefði valdið skemmdum sem væru að koma fram núna. 

Mathews er óvirkur alkóhólisti og sækir AA-fundi. Hún opnaði sig um líðan sína á AA-fundi. „Þegar ég var að fara út pikkaði kona í öxlina á mér og sagðist halda að ég væri á breytingaskeiðinu,“ sagði Mathews. 

Hún var síður en svo sátt við að þessi gamla kona væri að segja henni að hún væri orðin gömul og móðgaðist mikið. Þrátt fyrir það ákvað hún að fletta fylgikvillum breytingaskeiðsins upp og þá opnaðist nýr heimur fyrir henni. 

Mathews gaf nýlega út bókina The New Hot: Taking on the Menopause with Attitude and Style þar sem hún deilir því sem hún hefur lært um breytingaskeiðið.

Mathews deilir því sem hún hefur lært um breytingarskeiðið í …
Mathews deilir því sem hún hefur lært um breytingarskeiðið í nýrri bók sinni. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál