„Mig langaði til að eignast betra líf“

Agnes G. Sveinsdóttir var óánægð með tilveru sína. Hún hafði þyngst mikið vegna áfalla sem hún varð fyrir og var búin að reyna alla megrunarkúra. Nú er hún 80 kílóum léttari eftir að hafa farið í hjáveituaðgerð. 

Agnes segir líf sitt hafa gjörbreyst eftir aðgerðina og segist vera miklu ánægðari með það. 

„Það var ömurlegt að vera svona þung. Mér leið ömurlega. Auðveldustu hlutir voru erfiðir fyrir mig. Ég gat alveg farið í bíó en fannst það óþægilegt því sætin voru svo þröng,“ segir Agnes. 

mbl.is