7 stærstu mýturnar um húðina

Ekki má skrúbba húðina of harkalega.
Ekki má skrúbba húðina of harkalega. AFP

Það er að mörgu að huga þegar kemur að fallegri húð og góðri og uppbyggjandi húðumhirðu. Lífsstílsvefurinn Body+Soul tók saman helstu mýtur sem ráða ríkjum í heimi húðarinnar.

Mýta 1: Því meira sem ég skrúbba húðina því hreinni verður hún

Rangt. Margir trúa því að það að skrúbba húðina fjarlægi umframóhreinindi en það fjarlægir einnig náttúrulegar olíur húðarinnar. Það þarf að gæta þess að viðhalda ákveðnu jafnvægi húðarinnar og náttúrulegri flóru hennar. Í húðinni leynast fjölmargar bakteríur sem eru öll hluti af heildinni og styrkja ónæmiskerfið. Húðin er það fyrsta sem verndar okkur fyrir sýkingum og óhreinindum hvers konar. Ef við skrúbbum húðina of mikið þá veikjum við varnarkerfið og völdum ójafnvægi húðarinnar. Húðin gæti brugðist við með því að framleiða of mikla olíu sem gæti leitt til útbrota og annarra vandamála. 

Mýta 2: Það er hægt að nota tannkrem á bólur

Þessi mýta á líklegast rætur að rekja til þeirrar hugmyndar að í tannkremi sé efni sem þurrkar upp bólur. Það þýðir þó ekki að það uppræti bólurnar. Tannkrem gæti aðeins valdið þurrki í efra lagi húðarinnar og fest fituna inni. Best er að leyfa bólunum að vera í friði og alls ekki kreista þær. Verðir þú að kreista bólu þarftu að gera það afar varlega. Mikill þrýstingur gæti valdið öramyndun og dreift bakteríum enn frekar.

Mýta 3: Ódýrar húðvörur eru alveg jafngóðar og dýrar

Ekki er mælt með því að spara um of þegar kemur að húðinni. Í flestum tilfellum fær maður það sem maður borgar fyrir. Það er kannski ekki greinanlegt strax en til langs tíma sést hvort þú hafir notað vönduð efni á húðina eða ekki. Húðvörur sem samanstanda af óvönduðum efnum eiga það til að safnast upp í húðinni yfir langan tíma og geta seinna meir valdið vandamálum. Hugsaðu frekar um gæði umfram magn. Húðin þarfnast aðeins nokkurra vandaðra efna. Fjárfestu í góðum hreinsi, serum og almennilegri sólarvörn. Þá er líka gott að eiga góða olíu fyrir nóttina.

Mýta 4: Aldrei að setja olíu á feita húð

Þetta er ein af langlífustu mýtunum. Af hverju ætti maður að setja olíu á húð sem er þegar of feit? Jú, því líklegast er húðin að framleiða umframolíu vegna þess að hún þarfnast hennar. Húð sem er of þurr getur farið í offramleiðslu á olíu. Beri maður á hana vandaðar olíur þá snýst þróunin við og húðin nær aftur góðu jafnvægi.

Mýta 5: Bara gamalt fólk þarf á hrukkukremum að halda

Ekki bíða þar til um seinan! Best er að horfa á húðvörur sem sporna við öldrunarferlinu sem fyrirbyggjandi úrræði. Kollagenbirgðir húðarinnar minnka með aldrinum um eitt til tvö prósent árlega þar til maður verður fimmtugur. Um fimmtugt er mjög lítið eftir. Með það í huga er skynsamlegt að byrja á þrítugsaldrinum að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Mikilvægt sé að viðhalda unglegu útliti frekar en að reyna að bjarga því sem bjargað verður síðar meir. Lífsstíllinn hefur einnig mikið að segja, gott mataræði er mikilvægt og reykingar eru ekki í boði.

Mýta 6: Það er hægt að minnka svitaholur húðarinnar

Nei, það er ekki hægt. Það eru einna helst erfðir og aldur sem segja til um stærð svitahola í húðinni. Þegar við eldumst virðast holurnar stærri því húðin hefur misst teygjanleika sinn. Það slaknar því á húðinni og holurnar virðast stærri. Margar vörur segjast minnka holurnar en það er ekki rétt. Það er hins vegar hægt að gera þær minna áberandi með til dæmis reglulegri húðslípun, þar sem dauðar húðfrumur eru fjarlægðar.

Mýta 7: Náttúrulegar húðvörur virka ekki

Því miður halda margir að náttúrulegar húðvörur virki ekki jafnvel og gerviefni. Almennt er gott að reyna að sneiða hjá sem mestu gerviefnum og hægt er. Það er ekki rétt. Það sem þarf að líta til eru virku efni vörunnar. Gott er að húðvara sé náttúruleg með 100% virkni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál