Lína Birgitta segir líkama sinn alls konar

Lína Birgitta segir líkama sinn vera allskonar.
Lína Birgitta segir líkama sinn vera allskonar. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta birti raunsanna mynd af sér á instagram þar sem hún vakti athygli á að fólk vandar yfirleitt valið mjög vel áður en það birtir myndir  á samfélagsmiðlum. Hún segir líkama sinn alls konar. 

„Það sem þú sérð vs. hvað ég sé,“ skrifaði Lína Birgitta og hélt áfram að vara fólk við: 

„Það er svo mikilvægt að minna sig á að það sem maður sér á samfélagsmiðlum er yfirleitt einhliða. Hver og einn stjórnar því sem hann póstar og oftar en ekki pósta flestir myndum af sér upp á sitt besta. Sem dæmi er líkaminn minn ekki einhliða heldur er hann ALLS KONAR! Í dag vil ég deila með ykkur fleiri hliðum á líkamanum mínum, en þegar ég sit þá rúllast krúttlega upp á mallann minn ... og bara svo það sé á hreinu þá eru magarúllur 100% eðlilegar! Þegar maður situr þá rúllast sjálfkrafa upp á magann og það sérstaklega þegar maður er í þröngum buxum. 

Ef þú átt „shitty“ dag þegar það kemur að líkamanum þínum, reyndu þitt besta að þakka fyrir það sem hann gerir fyrir þig í stað þess að vera „obsessed“ á hvernig hann lítur út. Líkaminn okkar er nefnilega magnaður. Hann kemur okkur á milli staða, hann meltir matinn sem við borðum, hann gerir okkur kleift að knúsa þá sem við elskum og endalaust meira!

Ég vona að ykkur líði vel og að þið hafið það þokkalegt miðað við allt saman,“ skrifar Lína Birgitta. 

View this post on Instagram

Það sem þú sérð vs. hvað ég sé ⚠️ Það er svo mikilvægt að minna sig á að það sem maður sér á samfélagsmiðlum er yfitleitt einhliða. Hver og einn stjórnar því sem hann póstar og oftar en ekki pósta flestir myndum af sér uppá sitt besta. Sem dæmi er líkaminn minn ekki einhliða heldur er hann ALLSKONAR! Í dag vil ég deila með ykkur fleiri hliðum af líkamanum mínum, en þegar ég sit þá rúllast krúttlega uppá mallann minn... og bara svo það sé á hreinu þá eru magarúllur 100% eðlilegar! Þegar maður situr þá rúllast sjálfkrafa uppá magann og það sérstaklega þegar maður er í þröngum buxum 😅 Ef þú átt shitty dag þegar það kemur að líkamanum þínum, reyndu þitt besta að þakka fyrir það sem líkaminn þinn gerir fyrir þig í stað þess að vera obsessed á hvernig hann lítur út. Líkaminn okkar er neflilega magnaður ♥️ Hann kemur okkur á milli staða, hann meltir matinn sem við borðum, hann gerir okkur kleift að knúsa þá sem við elskum og endalaust meira! Ég vona að ykkur líði vel & að þið hafið það þokkalegt miða við allt saman ♥️

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on Nov 10, 2020 at 4:27am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál