Eru heimaæfingarnar að drepa nágrannann?

Slepptu öllum hoppum á heimaæfingunni.
Slepptu öllum hoppum á heimaæfingunni. Ljósmynd/Unsplash/Kari Shea

Nú þegar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar og farið að verða ansi kalt úti er nauðsynlegt að koma blóðinu á hreyfingu annað slagið. En það getur verið mikil áskorun að taka æfingu heima, sérstaklega ef þú býrð í fjölbýlishúsi og vilt ekki fá alla nágrannana upp á móti þér. Smartland tók saman nokkur ráð til þess að minnka hávaðan frá heimaæfingum. 

Slepptu öllum hoppum og bættu við lóðum

Það gefur auga leið að sleppa öllum hoppum þegar minnka á hávaðann. Það þýðir þó ekki að þú þurfir að fórna ákefðinni sem hoppunum fylgir. Í staðin fyrir hnébeygjuhopp og framstigshopp getur þú gert hnébeygjur og framstig með lóðum eða einhverju þungu á heimilinu. Það heldur uppi ákefðinni og fær hjartað til að slá.

Lentu hljóðlega

Ef þú vilt endilega hoppa þá þarftu að einbeita þér að því að hugsa um að lenda hljóðlega. Ímyndaðu þér að það sé sofandi ungabarn í herberginu sem þú vilt ekki vekja. Það tekur miklu meira á líkamann að lenda hljóðlega svo þú getur fækkað endurtekninga fjöldanum.

Auka hljóðdempun

Settu tvær æfingadýnur saman og hoppaðu á þeim. Það dempar hljóðið vel. Þú getur líka prófað að setja handklæði undir dýnuna en farðu varlega því þú getur runnið til. 

Úr skónum

Það skapar mikinn auka hávaða að taka æfingu í leikfimi skónum heima. Taktu æfinguna berfættur eða í sokkum með gripi. 

Settu tvær æfingadýnur ofan á hvor aðra til að auka …
Settu tvær æfingadýnur ofan á hvor aðra til að auka hljóðdempunina. Ljósmynd/UnsplashSebastian Pociecha
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál