Nýjasta líkamsræktartækið bylting

Ljósmynd/Clmbr.com

Flestir sem hafa átt líkamsræktarkort kannast við hlaupabretti, hjól, skíðatæki og stigavél. Nú er að ryðja sér til rúms nýtt klifurtæki sem stjörnurnar hafa fulla trú á enda reynir tækið á allan líkamann. 

Um er að ræða lóðrétt klifurtæki sem heitir Climbr og vísar nafnið til klifurs. Á heimasíðu Climbr er tækið sagt reyna á allan líkamann, þol og styrk.

Fólk í heimi ríka og fræga fólksins virðist hafa tröllatrú á tækinu. Tónlistarmaðurinn Jay-Z er búinn að fjarfesta í fyrirtækinu á bak við líkamsræktartækið. Tennisstjarnan Novak Djokovic hefur einnig fjárfest í fyrirtækinu ásamt Chad Hurley sem er þekktastur fyrir að hafa átt þátt í stofnun Youtube á sínum tíma. 

Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig tækið virkar. Tækið verður eflaust áberandi á næstunni í líkamsræktarstöðvum. 

Jay-Z hefur trú á nýja klifurtækinu. Hér er hann með …
Jay-Z hefur trú á nýja klifurtækinu. Hér er hann með eiginkonu sinni Beyoncé. AFP
Novak Djokovic hefur trú á tækinu.
Novak Djokovic hefur trú á tækinu. AFP
mbl.is