Borðaði þrjú þúsund kaloríur á dag

Rebel Wilson breytti um lífstíl í ár.
Rebel Wilson breytti um lífstíl í ár. Samsett mynd

Lífsstílsbreyting hollywoodleikkonunnar Rebel Wilson hefur vakið athygli undanfarna mánuði. Wilson greindi nýlega frá því að hún hefði grennst um tæp 20 kíló á heilsuárinu mikla. Hún breytti mataræðinu og borðar nú minna en áður. 

„Áður borðaði ég örugglega þrjú þúsund kaloríur á dag og vegna þess að það voru yfirleitt kolvetni var ég áfram svöng,“ sagði Wilson í viðtali við People. „Svo ég hef breytt og er á prótínríku mataræði sem er erfitt af því ég borðaði mikið kjöt. Ég borða fisk, lax og kjúklingabringur.“

Allt er gott svo lengi sem það er í hófi. Wilson segist ekki borða hollt á hverjum einasta degi. 

„Ég er bara að reyna að ná jafnvægi, heilsusamlegu jafnvægi,“ sagði Wilson sem segist lifa eftir mottóinu „ekkert er bannað“. Ef hún fer á skyndibitastað í dag borðar hún kannski helmingi minna en hún gerði áður fyrr. 

Wilson hefur haft meiri frítíma í kórónuveirunni og segir rólegheitin í kófinu hafa hjálpað. Hún hefur náð að slaka vel og ná úr sér stressi sem tengist gjarnan vinnuálagi. 

„Ég held að ég hafi verið að borða yfir tilfinningar mínar og borða allt of mikið stundum af því ég elskaði mig heldur ekki nógu mikið. Þetta snýst jú um sjálfsmat og sjálfsást.“

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál