Allt sem næsta Mission: Impossible-stjarna borðar

Vanessa Kirby hugsar vel um heilsuna.
Vanessa Kirby hugsar vel um heilsuna. AFP

Leikkonan Vanessa Kirby sló í gegn þegar hún lék Margréti drottningarsystur í fyrstu tveimur þáttaröðunum af The Crown. Kirby þurfti nýlega að komast í gott form fyrir tökur á Mission: Impossible og byrjaði í kjölfarið að lifa heilbrigðu lífi sem sést vel á því sem hún borðar á venjulegum degi. 

„Ég borða ekki í byrjun dags. Ég gerði það. Ég fékk mér alltaf rúgbrauð með lárperu en núna er ég með æði fyrir þeytingum,“ sagði The Crown-stjarnan fyrrverandi í viðtali við Harper's Bazaar. Kirby fær sér yfirleitt þeyting með banönum, bláberjum, sítrónum, höfrum og möndlumjólk. Áður en hún fær sér þeyting passar hún að drekka stórt glas af vatni, kannski með sítrónusafa út í. 

Kirby reynir að taka æfingu og segir hún að það láti sér líða vel. Hún æfir helst á morgnana, annars gerir hún það ekki.

Hin 32 ára gamla leikkona fær sér sætar kartöflur og grænmetissalat í hádegismat. Til þess að gera salatið betra býr hún til dressinguj úr kasjúhnetum, kapers, hlynsírópi, hvítlauk og sítrónu. 

Svört hrísgrjón eru í uppáhaldi hjá leikkonunni núna. Hún borðar þau í kvöldmat og býr þá stundum til eitthvað á pönnu með núðlum og öðrum hráefnum. Í stað þess að borða karrírétti kýs leikkonan gott heimagert pasta. Súkkulaði er síðan það sem Kirby fær sér ef hún vill virkilega vera góð við sig. Annars borðar hún oft hnetur og hummus og snakk.

Vanessa Kirby.
Vanessa Kirby. AFP
mbl.is