Borðar þú bara pillur í hvert mál?

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sumir sem ég þekki fá algjört kast þegar þeir sjá bætiefnaskápinn minn og finnst rosa gaman að taka umræðuna um innihald hans. Mér finnst það líka mjög gaman,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti í sínum nýjasta pistli: 

„Hvað ertu nú farin að taka? Borðar þú bara pillur í hvet mál? Hrikalega ertu klikkuð, borðar þú ekki bara hollan mat? Ertu ekki næringarþerapisti, þú veist alveg að þú getur fengið allt úr fæðunni sem þig vantar!“

Einmitt ...

Jú ég tek sko allskonar bætiefni, enda veitir mér ekki af því.

Ég er miðaldra kerling, í nokkuð góðu standi og borða nokkuð holla fæðu, en það er langt frá því að ég fái úr henni það sem ég þarf.

Ég vil til dæmis hlúa að taugakerfinu mínu og tek ávallt inn B-vítamín og Magnesíum til að halda því í þolanlegu standi. Ég borða bara alls ekki nóg af mat sem inniheldur þessi mikilvægu efni, ég veit það bara.

Ég vil líka hafa eins mjúka húð og hægt er í þessum skítakulda. Ég vil að augun mín séu ekki þurr og var einhver að tala um leggangaþurrk? Nei vil hann ekki heldur. Þess vegna tek ég inn  hafþyrnisolíu sem innheldur Omega 7 fitusýrur sem halda mér mjúkri. Ég fæ ekki þessa fitusýru í neinu magni í gegnum fæðuna mína.

Meltingin, já ég vil hafa hana í lagi og ég vil líka að gerlaflóran í meltingarfærunum vinni mér í haginn en ekki á móti mér. Nýjustu rannsóknir sýna að allskyns sjúkdómar og slæmt ástand tengist flóru meltingarvegarins. Því tek ég inn vinvætta meltingargerla því ég nenni ekki að drekka sýrða safa og borða súrkál alla daga sem gæti auðvitað stuðlað að betri meltingu og flóru.

Mér finnst þorskalifur ekki góð, hverjum finnst það? Jú pottþétt einhverjum. En vegna þess að hún er ekki á mínum matseðli, þá tek ég D-vítamín. Við þurfum öll D-vítamín.

Ég borða ekki sítrusávexti, appelsínur fara illa í mig og fleiri ávextir gera það reyndar líka. Þess vegna tek ég inn C-vítamín til að halda ónæmiskerfinu mínu heilbrigðu og húðinni eins stinnri og aldur og ástand leyfir. Ha? Já, C-vítamín eykur mína eigin kollagen framleiðslu og kollagen heldur húðinni ungri! Ég vil það alveg, þó mér finnist hrukkurnar mínar líka flottar.

Hvað meira, jú ég tek líka bætiefni fyrir liðina mína, þar sem brjóskeyðing, bólgur og svoleiðis vesen er eitthvað sem ég þekki. Ég fæ þau efni hvergi í mínum mat.

Svo er ég ein af þeim sem á erfitt með að halda vökvabúskapnum í lagi, ég drekk oft ekki nóg og finnst ég bara oft pissa öllu jafn óðum. Ég svitna líka mikið þegar ég æfi eða fer í gufu. Ég nota því freyðitöflur í vatnið mitt sem innihalda steinefnasölt (electrolytes). Munar öllu fyrir orkuna og úthaldið.

Ég myndi eiginlega alls ekki vilja vera á það fullkomnu mataræði að ég þyrfti engin bætiefni, það væri bara drep leiðinlegt. Mín skoðun.

Nútíma lífshættir og mataræði er einfaldlega þannig að flestir þurfa að huga að því að taka inn bætiefni, þó það séu auðvitað til einstaklingar sem þurfa ekki á þeim að halda.

Ég er bara ekki ein af þeim og þess vegna á ég vígalegan bætiefnaskáp.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál