Fór í crossfit á 96 ára afmælinu

Maður er aldrei of gamall til þess að stunda líkamsrækt …
Maður er aldrei of gamall til þess að stunda líkamsrækt eða hvað? Skjáskot/Twitter

Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig segja sumir. Þetta á að minnsta kosti við í tilviki hins kanadíska Bills Masons. Mason fagnaði 96 ára afmæli sínu fyrir nokkrum vikum og fór í crossfit eins og hann gerir svo oft. 

Mason tók rétttstöðulyftu, reri 200 metra, gerði magaæfingar, armbeyjur, upphífingar og lyfti handlóðum á afmælinu. 

Kappinn segist hafa þurft eitthvað að gera, hafði nægan tíma og ákvað að prófa íþróttina. Hann hefur ekki stundað crossfit lengi en það var sonur hans sem benti honum á að prófa og byggja þannig upp styrk. Mason fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum sem hafði áhrif á líkamlega færni hans. 

Mason hefur farið í tíma fyrir eldri borgara í stuttan tíma en eigandi líkamsræktarstöðvarinnar segist sjá framför hjá elsta iðkandanum. Hann notar til dæmis stafinn sinn minna en áður. Hann er einnig hvatning fyrir aðra sem yngri eru. mbl.is