Var kokkur Díönu meðan hún var með lotugræðgi

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP

Darren McGrady var kokkur Díönu prinsessu og Elísabetar drottningar í fimmtán ár og sá Díönu upp á sitt besta og versta en Díana háði um tíma erfiða baráttu við lotugræðgi.

„Ég eldaði fyrir hana í fimmtán ár, í gegnum erfiðu tímana og líka þegar hún hafði náð tökum á lífi sínu,“ segir McGrady.

Ég var þarna meðan verst á gekk og hún var með alls kyns mataróskir á öllum tímum dags. Ég kýs að einblína á hið jákvæða því hún náði tökum á átröskuninni og fór að borða hollan og góðan mat.

Það er ekkert leyndarmál að ég var hugfanginn af Díönu prinsessu, við vorum það öll. Ég svaf fyrir utan Buckinghamhöll daginn fyrir brúðkaup hennar og Karls prins. Bara til þess að fá smá smjörþef af mannkynssögunni. Stuttu síðar var ég farinn að starfa fyrir hana og ferðaðist um allan heim með konungsfjölskyldunni. Hún elskaði brauðbúðing en þorði ekki að biðja um annan skammt fyrir framan drottninguna þannig að hún kom niður í eldhús og þá var ég búinn að undirbúa aukaskammt fyrir hana,“ segir McGrady.

„Þegar ég starfaði í Kensingtonhöll eftir skilnað hennar og Karls var hún með 190 góðgerðarsamtök á sinni könnu. Hún fór í ræktina þrisvar í viku og hafði aldrei litið betur út. Hún sagði þá: „Darren, þú passar upp á fituna og ég sé um kolvetnin í ræktinni.“ Í hádeginu kom hún og settist við eldhúsborðið og fékk sér eitthvað létt eins og til dæmis salat. Þegar Vilhjálmur og Harry voru heima var steiktur kjúklingur í mestu uppáhaldi. Díönu fannst kjúklingurinn of feitur þannig að ég þurfti að hafa nóg af grænmeti með sem hún gat borðað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál