Wilson komin niður í 75 kíló

Rebel Wilson er búin að ná markmiðinu sínu.
Rebel Wilson er búin að ná markmiðinu sínu. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson er búin að ná markmiðinu sem hún setti sér fyrir árið 2020. Wilson setti sér það markmið að komast niður í 75 kíló og birti hún mynd af vigtinni um helgina. 

„Náði markmiðinu mínu einum mánuði á undan áætlun,“ skrifaði Wilson. Hún segir að markmiðið hafi ekki beint snúist um hvað vigtin sýndi heldur um að vera heilbrigð en að vera með mælanlegt viðmið hafi hjálpað henni mikið. 

Wilson dvaldi á heilsumiðstöð í Austurríki síðustu vikurnar til þess að tryggja að hún myndi ná markmiði sínu. Hún er nú á heimleið til Bandaríkjanna. 

Hún segist vilja ræða nánar um markmiðið sitt og hvernig hún fór að því að ná því og ætlar að vera með beina útsendingu á Instagram-síðu sinni á morgun, þriðjudag. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is