Hamingjan kemur ekki með kjörþyngdinni

Jóhanna Bríet Helgadóttir var lengi með orðið kjörþyngd á heilanum.
Jóhanna Bríet Helgadóttir var lengi með orðið kjörþyngd á heilanum. Ljósmynd/Aðsend

Jó­hanna Bríet Helga­dótt­ir meist­ara­nemi í grunn­skóla­kenn­ara­fræðum var búin að gera marg­ar til­raun­ir til þess að breyta um lífsstíl. Ekk­ert gekk til lengd­ar þar sem í grunn­inn vildi hún bara grenn­ast. Í dag hef­ur Jó­hanna Bríet aldrei verið jafn ánægð með sjálfa sig enda hætt að hugsa um vigt­ina og hvað öðrum finnst um hana.

„Í dag er ég 90 prósent á ketó-mat­a­ræðinu og hef náð góðum ár­angri. En það er fyrst og fremst vegna þess að haus­inn er rétt skrúfaður á. Ég er ekki á ketó til þess að missa kíló, þótt það sé auðvitað bón­us,“ seg­ir Jó­hanna Bríet.

Jó­hanna Bríet var búin að prófa ým­is­legt áður en hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Hún var meðal ann­ars búin að prófa her­bali­fe, lág­kol­vetnakúr­inn og að telja hita­ein­ing­ar og þar með vigta ofan í sig all­an mat.

„Þetta gekk allt ágæt­lega meðan á því stóð en þegar maður ger­ir lífsstíls­breyt­ingu þarf hugarfarið að fylgja með. Á þess­um tíma fylgdi það ekki með. Ég var á þess­um mataræði til þess eins að grenn­ast. Ég vildi verða grönn til þess að geta keypt mér flott föt. Því með nokkur auka­kíló var óhugs­andi fyr­ir mig að klæðast í takt við tísk­una og minn smekk.“

Þegar Jó­hanna Bríet var í fæðing­ar­or­lofi með miðjubarnið sitt fyr­ir þrem­ur árum fann hún hvað hún spáði mikið í út­litið og hvernig föt­um hún klædd­ist.

„Ég eyddi svo mikl­um tíma í að rakka mig niður fyr­ir út­litið. Ég þráði ekk­ert heit­ar en að geta keypt þau föt sem mig langaði í en þorði það ekki vegna auka­kíló­anna. Mig dreymdi um að geta klæðst galla­bux­um og flott­um peys­um. En nei, það var ekki í boði fyr­ir mig. Ekki nema vera í hlýra­bol und­ir og draga hann niður að hnjám. Ég þorði ekki að láta sjást í rass­inn og lær­in því ég var með of stór læri og rass.“

Jóhanna Bríet er hætt að fela líkama sinn.
Jóhanna Bríet er hætt að fela líkama sinn. Ljósmynd/Aðsend

Jó­hanna Bríet seg­ir sjálfs­mynd sín allt öðru­vísi núna.

„Í dag líður mér vel í eig­in skinni og ég hef oft sagt að það sé lyk­ill­nin að góðum ár­angri. Ég er búin að koma öll­um hólkvíðu kjól­un­um mín­um út úr fata­skápn­um, búin að kaupa mér fullt af flott­um bux­um, stutt­um peys­um og skyrt­um. Hlýra­bol­irn­ir mín­ir fengu einnig að hverfa ofan í ruslatunnuna.“

Jó­hanna Bríet klædd­ist aðallega legg­ings­bux­um og víðum bola­kjól­um sem voru yf­ir­leitt nokkrum núm­er­um of stór­ir. Með þessu hélt hún að hún gæti falið lík­ama sinn.

„Einn dag­inn tók ég mjög mik­il­væga ákvörðun fyr­ir sjálfa mig sem hef­ur gjör­breytt líðan minni gagn­vart sjálfri mér. Ég ákvað að hætta að fela lík­amann í alltof stór­um föt­um, enn frem­ur að hætta að fela lík­amann í föt­um sem mig langaði ekki einu sinni að klæðast. Ég á rétt á að vera í þeim föt­um sem mig lang­ar að vera í. Í dag klæði ég mig ná­kvæm­lega eins og mig lang­ar til þess að klæða mig. Það er svaka­lega mikið frelsi.

Það er ekki hægt að líkja and­legu heils­unni í dag við það hvernig hún var fyr­ir þrem­ur árum. Það eitt að hætta að spá í hvað öðrum finnst er svo mik­ill létt­ir.“

Það er mik­il áhersla lögð á að vera í kjörþyngd og oft­ar en ekki mæl­ir fólk ham­ingju sína á vigt­inni. Jó­hanna Bríet er löngu hætt að gera það.

„Orðið kjörþyngd er nokkuð sem ég var búin að vera með á heil­an­um síðan ég var mjög ung. Þetta er svo meiðandi og manns­kemm­andi orð. Þyngd er eng­inn mæli­kv­arði á út­lit eða heilbrigði. Ham­ingj­an fæst ekki með því að vera í kjörþyngd. Ham­ingj­an fæst með því að líða vel í eig­in skinni og lifa í sátt við sjálf­an sig.“

Jó­hanna Bríet er deil­ir upp­skrift­um sem hún eld­ar á in­sta­gramsíðu en hún seg­ist hafa mikla þörf fyr­ir að vera skap­andi í eld­hús­inu. Hún fær líka út­rás fyr­ir sköp­un­arþörf­ina í handavinnunni á in­sta­gramsíðunni Knit By Bríet. Það kem­ur því kannski ekki á óvart að Jóhanna Bríet legg­ur áherslu á tex­tíl­mennt í meist­ara­námi sínu og starfar sem heimilisfræðikennari.

Húnt hvet­ur fólk að lok­um til að hætta að spá í hvernig það lít­ur út og hvað öðrum finnst um fataval þess. „Kaupið föt sem ykk­ur lang­ar í, sem ykkur langar að klæðast, og gerið það með stolti“ seg­ir Jó­hanna Bríet.mbl.is