Heitasta fyrirsæta heims ætlar að grennast

Winnie Harlow á tískusýningu Victoria's Secret.
Winnie Harlow á tískusýningu Victoria's Secret. AFP

Ein heitasta fyrirsæta heims í dag, Winnie Harlow, hefur þyngst í kófinu eins og svo margir aðrir. Harlow er búin að setja sér markmið en langar þó ekki að verða eins létt og þegar hún gekk tískupallinn fyrir nærfatarisann Vitoria's Secret árið 2018. 

Í sögu á instagram greindi Harlow frá því að hún væri orðin 64 kíló. Í upphafi samkomutakmarkana var hin 26 ára gamla fyrirsæta 58 kíló. Hún segir markmið sitt að verða tæp 57 kíló. 

Það verður seint sagt að Harlow, sem er 175 sentímetrar, sé of þung þó svo að hún sé komin yfir 60 kíló. Önnur lögmál virðast þó við lýði í tískubransanum þrátt fyrir vitundarvakningu síðustu hár. Harlow til varnar stefnir hún ekki á að vera jafn grönn og hún var á tískusýningu Victoria's Secret í byrjun nóvember fyrir tveimur árum. Þá var fyrirsætan aðeins 53 og hálft kíló.

Winnie Harlow fór yfir tölfræðina á Instgram.
Winnie Harlow fór yfir tölfræðina á Instgram. Skjáskot/Instagram
mbl.is