Kosmískir töfrar & kristallar sem fínstilla flökkutaugina

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk er snjallt og hugmyndaríkt um allan heim og vagus taugin (isl: flökkutaug) hefur sjaldan verið meira í umræðunni. Enda lengsta og mikilvægasta taug líkamans. Taugin liggur frá botni höfuðkúpunnar í gegnum allan líkamann og hefur áhrif á öndunina, meltinguna og taugakerfið. Allt snýst um að styrkja hana til að gera fólk minna útsett fyrir streitu. Í jóga og hugleiðslu gengur flest út á fínstilla flökkutaugina og áfallafræði dagsins vinna líka mikið með hana,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli: 

Kanadíska fyrirtækið Thought Sanctuary hefur hannað einstaka olíu með það að markmiði að hámarka virkni flökkutaugarinnar. Olíu sem hlotið mikið lof fyrir áhugaverða nálgun. Í henni er að finna blöndu ilmkjarna og jurta en líka kristalinn amazonite sem er kunnur fyrir að hafa róandi áhrif á heila- og taugakerfið. Um leið magnar kristallinn áhrif jurtanna. Ilmkjarnarnir í Vagus olíunni eru frankinsence, coapina trjáolía, lavender, negull, einiber, sítrus, kamilla og bergamía.

Hvernig á að nota Vagus nudd olíu? 

Það er serimónía út af fyrir sig. Best er bera hana á aftanverðan háls og nudda einnig vel til beggja hliða. Gefa sér tíma. Minnst 30 sekúndur. Um leið og þú ert búin að nudda vel felst aðalgaldurinn í að bera hendurnar upp að vitunum og draga djúpt inn andann. Jurtirnar róa og sefa og kristallinn magnar og víbrar. Gerðu þetta á hverjum degi og sjáðu hvað gerist.

Sjálfsástar ilmvatn

En það eru fleira mjög spennandi sem kemur frá Thought Sancturary. Líka ilmvötn með kristöllum. Enn og aftur eru kristallar notaðir til að efla áhrif og fara dýpra. Ilmirnir eru nokkrir og þjónar hver sínum tilgangi, t.d geymir Self love ilmvatnið hinn kærleiksríka rósakvars sem á að fylla þig væntumþykju í eigin garð og um leið í garð annarra. Notaðu það alltaf þegar þér finnst þú þurfa meiri kærleik. Víbrarnir eru kvenleiki, fegurð, mýkt og þægindi. Og ilmurinn er undursamlegur. Blanda af yuzu, neroli, bergamíu, ylang ylang, rós, palo santo, vetiver og patchouli. Ilmurinn er í formi roll on. Ef þú vilt láta hann virka sem best er gott að bera hann á þar sem púlsinn sterkastur; á rist, háls, á hjartasvæðið og bak við eyru. En gerðu líka eins og þú berð þig að með með Vagus olíuna, settu líka í lófanna og berðu upp að vitum og andaðu djúpt. Alveg ofan í maga.

Diskó ilmurinn – partý á flösku

Diskó ilmurinn er kannski sá allra skemmtilegasti. Hér er að finna partý á flösku. Öllu er tjaldað til í þágu gleði og grúfs. Berðu hana á þig þegar þú vilt upplifa eitthvað alveg mergjað. Kristallinn í diskó ilmvatninu er tígrisauga sem gefur sjálfstraust, hugrekki og stuð. Ilmurinn kemur úr blóðappelsínum, kardimommum, svörtum pipar, allspice og palo santo. Það sama gildir hér, berðu hana á þig þar sem púlsinn tifar og andaðu ilminum djúpt að þér. Alltaf þegar þú vilt komast í stuð.

Aðrir spennandi ilmir í sömu línu eru Cosmic, Slow vibes, Empath og Ceremony.

Allar eiga þær sammerkt að vera úr lífrænt vottuðu hráefni, bíódýnamískar og unnar í fullkomnum takti við náttúruna. Það sama gildir um litríkar umbúðirnar. Þær eru 100% endurvinnanlegar og flöskurnar dökkar svo ekkert ljós komist að. En umfram allt eru þeir skemmtilegir og dýpri viðbót við lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál