Æfðu með Sunnevu Einars fram að jólum

Sunneva Einarsdóttir.
Sunneva Einarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir er farin af stað með heimaæfingaátak sem hún kallar Fitmas. Átakið fer fram á Instagram en Sunneva ætlar að birta eina æfingu á dag á Instagraminu sínu sem fylgjendur hennar geta tekið hvenær sem er yfir daginn. 

Sunneva hefur verið mjög dugleg að æfa heima í þessari þriðju bylgju kórónuveirunnar á meðan líkamsræktarstöðvar eru lokaðar. Þá hefur hún einnig verið dugleg að setja saman æfingar og hvetja fylgjendur sína til að halda áfram að hreyfa sig. 

Þau sem hafa áhuga á að taka æfingar sem Sunneva setur saman geta fylgst með henni á Instagram. Æfing dagsins er í formi tabata og setur hún upp tvo hringi með sex mismunandi æfingum sem reyna á allan líkamann. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda