Þú getur lært að vera þakklátur á 90 dögum

Guðni Gunnarsson var gestur Öldu Karenar Hjaltalín í sjöunda þætti …
Guðni Gunnarsson var gestur Öldu Karenar Hjaltalín í sjöunda þætti af Lífsbiblíunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi kíkti í spjall til Öldu og ræddi allt á milli himins og jarðar. Hvernig við erum öll verur í leik sem hann dregur úr orðinu raunveruleikur, hvernig mistök eru ekki til því þau eru bara ein leið til vaxtar og að hann sé í raun ekki með stór eyru heldur bara lítinn haus. Því lífið er jú ekkert nema viðhorfin þín til þess. Guðni var gestur Öldu Karenar Hjaltalín í sjöunda þætti af Lífsbiblíunni.

Guðni ræðir nýju bókina sína Máttur Þakklætis og hvernig er hægt að leyfa þakklætinu að byrja að vinna fyrir sig á 90 dögum. Því það tekur jú 90 daga að búa til nýja lífstíl þar sem þakklætið drífur mann áfram. En eins og flestir vita er það að finna fyrir þakklæti ein besta tilfinning sem til er.

Þátt­inn má finna á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál