Var búin að bæta á sig löngu fyrir kófið

Leikkonan Drew Barrymore.
Leikkonan Drew Barrymore. AFP

Leikkonan Dew Barrymore tengir ekki við fólk sem talar um kórónuveirukíló enda var hún löngu byrjuð að bæta á sig. Ólíkt mörgum hefur henni tekist að halda heilsunni ofarlega á forgangslistanum í ár en á þó erfitt með að temja sér jafnvægi og segist vera allt-eða-ekkert-manngerð. 

Árið 2020 hafi verið heilsusamlegt hjá henni þrátt fyrir allt sem er í gangi í heiminum „Ég æfi og ég var búin að bæta á mig þessari þyngd sem allir eru að tala um. Ég var búin að vera að því ár frá ári,“ sagði Barrymore í viðtali við Health. 

Kórónuveirukílóin hafa því ekki verið að stríða Barrymore í ár. Hún segist þó aldrei geta verið sú manneskja sem borðar bara hollt og æfir á hverjum degi. 

„Ég verð aldrei sú manneskja. Það er ekki tími fyrir það í lífi mínu á milli þess sem ég sinni börnum og vinnu. En ég átta mig á því að ef ég er stefnufastari og gef mér tíma fyrir það leiðir það til betra lífs. Áður fyrr var þetta æfing eða ekki neitt,“ sagði leikkonan sem segir að heilsan sé á topp-fimm-lista hennar. Börn, vinna og vinir koma á undan heilsunni.

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP
mbl.is