Mögnuð stjörnuafstaða í dag sem setur tóninn fyrir næstu 20 ár

Jarþrúður hefur mikinn áhuga á stjörnuspeki,
Jarþrúður hefur mikinn áhuga á stjörnuspeki,

Jarþrúður Gian Tara Karlsdóttir listakona og stjörnuspekingur segir árið óvanalegt og það hafi verið í stjörnukortunum. Henni er margt til lista lagt, er með stjörnukortalestur, tarot og heilun og námskeið í jóga og hugleiðslu á netinu svo eitthvað sé nefnt.

Hún segir stjörnurnar með áhugaverð skilaboð til okkar og mikilvægt fyrir okkur að leggja áherslu á verðmæti okkar sem persónur. 

„Við ættum að elska okkur sjálf og aðra, hafa hugfast að til að við stöndum sterk sem samfélag þurfum við að hafa samúð og þolinmæði hvert fyrir öðru. Við þurfum hvert á öðru að halda. Heimurinn er magnaður og það er nóg til fyrir alla ef við beinum orkunni í að leysa vandamál frekar en rífast við náungann.

Það er líka mögnuð stjörnuafstaða núna 21. desember, á vetrarsólstöðum, sem mun setja tóninn fyrir bæði næstu 20 og næstu 200 ár. Við erum að fara að færa okkur frá efnishyggjunni sem hefur verið að vaxa síðustu 200 árin og inn í allt öðruvísi tíma. Við megum eiga von á ennþá hraðari og meiri breytingum en við höfum séð síðustu 20 árin og það er rosalega mikilvægt að við höldum fast í gildi manneskjunnar, að við séum öll mikils virði, óháð því hvaðan við komum eða hvað við gerum. Ef okkur tekst að halda í ástina og mannvirðinguna og pössum okkur á hroka er rosalega spennandi tími fram undan.“

Leiðin til að kafa dýpra og vera meira við sjálf

Hún er að láta prenta aðra útgáfu af tungldagbókinni sem getur nýst þeim sem vilja fara dýpra ofan í málin.

„Ég var að gefa út tungldagbók með vinkonu minni sem heitir Aline Grippi og er frá Brasilíu. Hún er svo vinsæl að fyrsta upplag seldist upp í forsölu og við erum að fara af stað með aðra prentun. Það er gaman að segja frá því að ég kynntist Aline einmitt þegar ég var að lesa stjörnukortið hennar fyrir hana.

Í byrjun janúar er ég svo að fara af stað með nýtt netnámskeið sem heitir Innri ró. Þar mun ég kenna hugleiðslu og alls konar aðferðir til að finna meiri ró innra með sér sem ég, með aðstoð margra góðra kennara, hef sankað að mér í gegnum árin.“

Ástæðan fyrir því að Jarþrúður er með margt í gangi er sú að annars leiðist henni fljótt. 

„Ég er starfandi stjörnuspekingur, jóga- og hugleiðslukennari, les í tarot og tek fólk í heilun. Svo er ég líka tónlistarmaður og tónskáld og er að semja tónlist við heimildarmynd og gefa út möntrutónlist. 

Þegar ég fæ fólk til mín í stjörnukortalestur fer ég með því yfir kortið og skoða styrkleika þess og veikleika og hjálpa fólki að vera sáttara við sig eins og það er og leggja áherslu á styrkleikana. Það er svo merkilegt hvað stjörnukortið segir rosalega mikið um fólk. Að skoða kortið getur hjálpað fólki að skilja sig betur og hætta að reyna að vera annað en það er. Annað sem mér finnst mjög gaman er að fá til mín foreldra og skoða kort barnanna þeirra. Það er pínu eins og að fá leiðbeiningar með barninu.

Jarþrúður segir að veröldin sé að fara breytast svo um …
Jarþrúður segir að veröldin sé að fara breytast svo um munar.
 

Ég elska líka að kenna fólki jóga og hugleiðslu því mér finnst svo gaman að kenna fólki leiðir til að láta sér líða betur í eigin skinni. Í raun og veru stefnir allt sem ég vinn við á einhvern hátt að því marki.“

Bók sem getur virkað fyrir alla

Hvernig er dagbókin?

„Þetta er blanda af hefðbundinni skipulagsbók og bók með upplýsingum um tunglið og stjörnurnar og hvernig þau hafa áhrif á okkur. Hún er mjög fallega uppsett og passlega mikið af upplýsingum.

Dagbókin er bæði með heilmiklum upplýsingum um stjörnuspeki, pláneturnar, tunglfasana, áhrif fulla og nýja tunglsins á okkur og fleira. Það eru blaðsíður fyrir öll fullu og nýju tungl ársins til að skrifa niður ásetning og skoða hvernig okkur líður. Svo eru líka spurningar út frá orku stjörnumerkisins sem tunglin eru í hverju sinni. 

Það er líka texti um tíðahringinn og ein opna til að fylgjast með honum og andlegri líðan yfir allt árið. Við höfum báðar reynslu af því hvernig það að fylgjast með tíðahringnum hjálpar okkur að nota orku okkar betur og skilja betur hvers vegna okkur líður eins og okkur líður.

Ég mæli með því að allar konur prófi að gera þetta. Þetta er magnað.

Svo er líka kafli um hvernig gott er að nota tunglhringinn þegar maður er að rækta garð. Hvenær best er að sá hverju og annað þess háttar. Aline hefur gert þetta í mörg ár með mjög góðum árangri.

Jarþrúði er margt til lista lagt.
Jarþrúði er margt til lista lagt.

Svo eru upplýsingar um í hvaða stjörnumerki tunglið er hverju sinni, á vikuopnunni, ásamt upplýsingum um helstu stjörnuspekiafstöður dagsins. Þannig að það er hægt að kafa djúpt ofan í stjörnuspekina með hjálp bókarinnar fyrir þá sem vilja.“

Hún segir bókina einnig góða til skipulagningar og markmiðið sé að hún nýtist fólki á þann hátt vel.

„Jafnvel fólki sem er í grunninn ekki mjög skipulagt, rétt eins og ég er. Ég geri ekkert nema ég sé með það skrifað niður fyrir framan mig, annars gleymi ég því. Eins virkar bókin fyrir fólk sem hefur engan á áhuga á tunglinu eða stjörnuspeki.“ 

Milljarðamæringar nota stjörnukortin

Hvernig er hægt að nota stjörnuspeki í daglega lífinu?

„Möguleikarnir eru endalausir. Leiðirnar eru samt aðallega tvær; að skoða og læra á sitt eigið stjörnukort og svo fylgjast með gangi himintunglanna til að vita betur hvernig orku má búast við og notfæra sér það. Til dæmis vissu allir stjörnuspekingar að árið 2020 yrði mjög óvenjulegt ár og líklega mjög erfitt þó að við höfum ekki vitað nákvæmlega hvernig það myndi birtast. Dagbókin okkar hjálpar fólki að sjá hvaða plánetuafstöður eru í gangi allt næsta ár til að byrja að notfæra sér.

Það er til dæmis sniðugt þegar maður er að plana mikilvægan dag, eins og til dæmis brúðkaup eða stofnun fyrirtækis, að skoða stjörnuspekiafstöður dagsins til að finna hjálplegasta daginn. Þetta er eitt af því sem ég skoða með fólki.

Svo getur maður líka verið sniðugur og valið dag til að biðja um launahækkun þegar Júpíter og Venus eru á góðum stað. Það eru alls konar hlutir sem maður getur notað. Ég veit meira að segja til þess að mjög stór lögfræðifyrirtæki í Bandaríkjunum noti stjörnuspeki til að vinna málin sín, með því að skoða kort fólksins sem það er í máli við og notfæra sér galla þess í réttarsalnum. Eins og JP Morgan sagði, þá nota milljónamæringar ekki stjörnufræði heldur milljarðamæringar.

Annað sem við skoðum er hvaða áhrif stjörnurnar hafa á fæðingarkortið okkar. Þegar þær mynda spennuafstöðu við kortið er lífið oft erfiðara og þegar við fáum hjálplegar afstöður við fæðingarkortið er lífið auðveldara. Það er mjög gagnlegt fyrir mann að skoða hvaða afstöður tengjast inn í kortið mans hverju sinni til að skilja betur hvað er í gangi. Margt af því er frekar fyrirsjáanlegt. Eins og þegar Plútó er í spennuafstöðu við sólina manns líður manni eins og maður sé með ljótuna í marga mánuði, svo daginn sem spennan slaknar þá horfir maður í spegilinn og hugsar allt í einu: þetta er nú ekki svo slæmt!

Eins þegar Úranus myndar afstöðu við kortið, þá viljum við breyta öllu, skipta um vinnu, flytja, breyta heima, bara hvaða breytingar sem er. Þetta er allt hægt að skoða og sjá á hverju maður á von.“

Hugurinn á bak við jólagjöfina skiptir mestu máli

Hver er besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Mér finnst alltaf það sem börnin mín búa til handa mér langbest. Annars er ég mjög heppin og fæ alltaf mjög skemmtilegar jólagjafir. Það er vanalega hugsunin á bak við gjöfina sem snertir mig mest.“

Tungl Dagbókin fyrir árið 2021 er nú fáanleg.
Tungl Dagbókin fyrir árið 2021 er nú fáanleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál