Er óhætt að sofa í brjóstahaldara?

Má sofa í brjóstahaldara?
Má sofa í brjóstahaldara? Ljósmynd/Colourbox.dk

Ýmsar mýtur eru til um notkun brjóstahaldara og oft jafnmikið vit í þeim og því að fólk fái ferköntuð augu við að horfa mikið á sjónvarp. Hvað gerist til dæmis ef sofið er í brjóstahaldara? Svarið við þessari spurningu er víst nokkuð einfalt. Það gerist ekki neitt. 

„Að sofa í brjóstahaldara er alveg öruggt,“ segir stjörnulæknirinn Sherry A. Ross á vef Shape. „Svo lengi sem þú ert í þægilegum brjóstahaldara sem passar á meðan þú sefur eru engin neikvæð eða jákvæð heilsufarsleg áhrif til styttri eða lengri tíma.“ 

Að sofa án brjóstahaldara leiðir greinilega ekki til þess að brjóst sígi eins og einhvern tímann hefur verið fleygt. Að vera án brjóstahaldara á daginn getur frekar haft áhrif. Þegar konur eru uppréttar án brjóstahaldara hefur þyngdaraflið meiri áhrif en stuðningur kemur frá brjóstahaldara að sögn læknisins. 

Óléttar konur eiga til að sofa í brjóstahaldara.
Óléttar konur eiga til að sofa í brjóstahaldara. Ljósmynd/Colourbox

En er einhver ástæða til þess að vera með brjóstahaldara í svefni? Læknirinn segir að stuðningur við brjóstin geti nýst konum rétt áður en blæðingar byrja. Á þessum tíma í mánuðinum eiga konur til að vera aumar í brjóstunum og gæti brjóstahaldari dregið úr óþægindum. Einnig geta konur fundið fyrir óþægindum á breytingaskeiðinu og gæti brjóstahaldari þá komið að góðum notum. Óléttar konur og konur með börn á brjósti eiga það einnig til að nota brjóstahaldara á nóttunni. Að auki er gott fyrir konur sem eru nýkomnar úr brjóstaaðgerðum að sofa í góðum brjóstahaldara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál