Heilsuskúbb 2021 – það sem virkar!

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Ljósmynd/Dennis Sla

„Já koma svo, nýtt ár og fullt að gerast! Sumir eru pínu stressaðir og uggandi um hvernig heilsufarið verður þetta árið, alveg eins og á hinu blessaða nýliðna ári. Pínu vesen á heimsbyggðinni og allt í gangi til þess að reyna að útrýma veirukvikindi, sem hefur verið að stríða mannkyninu,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti í sínum nýjasta pistli: 

En nú skal spurt: hvað getur hver og einn gert fyrir sig til að verjast veirunni? Nei, ég er ekki að tala um bólusetningar, það er ekki mín deild.

Ég er að tala um allt aðrar vísindalega sannaðar aðgerðir.

Það eru ákveðin vítamín og heilsubætandi efni sem stuðla að því að ónæmiskerfi líkamans vinni eðlilega og sé vel í stakk búið til að takast á við alls konar sýkingar. Það er margsannað með klínískum rannsóknum. Og já, líka hvað varðar kórónuveiruna!

Ég kynni til sögunnar D-vítamín, C-vítamín og sink.

Jebb, þessi efni hafa jákvæð áhrif á varnir hvers og eins einstaklings með því að stuðla að því að ónæmiskerfi viðkomandi virki eðlilega.

Það er einfaldlega lykilatriði í sjúkdómsvörnum hverrar manneskju!

Þetta er svo margsannað mál að Evrópusambandið hefur gefið það út, að um þessi efni megi segja á löglegan hátt: „stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins“ ... og já heilbrigðisyfirvöld á Íslandi eru því sammála.

Þar hafið þið það!

Líklega er stór hluti okkar Íslendinga með allt of lítið magn D-vítamíns í líkamanum, bara svona vegna þess að við búum lengst norður í rassgati og sjáum ekki til sólar stóran hluta ársins. Þetta þýðir að það að mynda D-vítamín úr sólinni er líklega nokkuð vonlaust verk fyrir landann.

Ég mæli með D-vítamíni í formi bætiefna.

C-vítamín og sink er hægt að fá í fæðu, en marga skortir mikið á að fullnægja þörfinni.

Ég mæli einnig með því að taka inn C-vítamín og sink í formi bætiefna.

D-vítamín, C-vítamín og sink eru ódýr bætiefni, sem fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.

Mín skoðun er sú að við þurfum að treysta okkar eigin varnir, gera allt sem við getum til að gera líkamanum kleift að vinna á veirum og öðrum ósóma. Efla okkur sjálf. Ég þrái ekkert heitar en fólk fari að tengja, átti sig betur á að hver og einn getur gert svo mikið fyrir eigin heilsu, á einfaldan en áhrifaríkan hátt.

Við höfum engu að tapa og allt að vinna.

Gleðilegt ár!

mbl.is
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ágústa Johnson
Ágústa Johnson
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál