Sýnir líkamann eftir 30 daga áskorun

Tiffany Haddish fór tók 30 daga líkamsræktar áskorun.
Tiffany Haddish fór tók 30 daga líkamsræktar áskorun. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Tiffany Haddish lagði af stað í 30 daga líkamsræktaráskorun hinn 27. nóvember á síðasta ári. Hún birtir nú fyrir-og-eftir-mynd af sér en í færslunni segist hún vera tilbúin til þess að fara að byggja upp meiri vöðva. 

Í viðtali við People í desember síðastliðnum sagðist hún hafa losnað við 18 kíló í heimsfaraldrinum og eftir þrjár vikur af áskoruninni voru fokin níu kíló í viðbót.

„Ég er orðin mjög grönn, þetta gengur vel. Mig langar ekki til að léttast meira. Núna vil ég móta þetta allt saman, móta fituna í burtu svo ég geti farið að móta vöðvana. Markmiðið er að vera komin með sýnilega kviðvöðva fyrir nýársdag, við sjáum til,“ sagði Haddish í desember.

Lykillinn að árangri Haddish er blanda af stöðugu mataræði og góðu vali á æfingu. Hún æfir á hverjum degi en mismunandi lengi. Suma daga tekur hún bara 15 mínútna æfingu en aðra daga eru æfingarnar allt að tveggja klukkustunda langar. 

„Ég er farin að borða öðruvísi, ég borða meira af grænmeti og bara beint úr garðinum hjá mér. Og ég er að vinna vinnuna; passa að ég svitni á hverjum degi og fylgi næringarplaninu. Næring skiptir öllu máli. Ég reyni líka að dansa á hverjum degi í fimm til tíu mínútur. Það er mikilvægt líka, að gera þetta skemmtilegt,“ sagði Haddish.

Tiffany Haddish langar að fara styrkja sig.
Tiffany Haddish langar að fara styrkja sig. Skjáskot/Instagram
mbl.is