Paris Hilton æfir á háum hælum

Paris Hilton þykir einstaklega lík Barbie.
Paris Hilton þykir einstaklega lík Barbie. mbl.is/AFP

Dægurstjarnan Paris Hilton deyr ekki ráðalaus gagnvart heimaæfingum í sóttkví heldur gerir sér lítið fyrir og tekur Barbie-æfingar heima hjá sér í staðalbúnaði dúkkunnar. Það sem vekur athygli við æfingabúnaðinn er að hún er á háum bleikum hælum í ræktinni. 

Ekki er víst að foreldrum barna sem hafa verið æst í að kaupa Barbie fyrir börnin sín muni hætta að finnast það góð hugmynd. Eitt er þó víst: staðalbúnaður Barbie hefur að margra mati verið óviðeigandi og beinlínis óþægilegur þótt Paris Hilton láti sem ekkert sé betra en að æfa í anda Barbie.

Fjöldi fólks deilir reglulega myndum af sér undir myllumerkinu #workoutbarbie þar sem það klæðist háum leikfimibolum, skærum litum og skemmtilegum fylgihlutum. 

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is