Þetta gerir Linda Pé til að borða minna

Linda Pét­urs­dótt­ir lífsþjálfi fór í The Life Coach School í …
Linda Pét­urs­dótt­ir lífsþjálfi fór í The Life Coach School í Banda­ríkj­un­um þar sem hún öðlaðist þekk­ingu og mennt­un í því að hjálpa kon­um að ná þeirri þyngd sem þær dreyma um. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór fjórði þátt­ur­inn henn­ar í loftið í dag. Þátt­ur­inn „Hungurkvarðinn“ fjall­ar um mik­il­vægi þess að borða þegar maður er svangur og hætta að borða þegar maður er orðin/n saddur. Með aðferðinni lærirðu, að mati Lindu, að borða minna magn. 

„Kannastu við það þegar þú færð þér sykur, þá langar þig í meiri sykur? Sykur hefur áhrif á insúlín og ruglar hungurkvarðann okkar þannig að þegar við neytum hans erum við sífellt svöng. Þegar við borðum sykruð matvæli verðum við ekki mett. Ef við innbyrðum eitthvað sem er stútfullt af sykri, segjum 500 hitaeiningar af gosi, þá líður okkur ekki eins og við séum södd og í raun tekur blóðsykurinn dýfu sem gerir það að verkum að þú verður enn svengri síðar um daginn þrátt fyrir að hafa innbyrt 500 kaloríur. Einfaldasta skýringin sem ég hef á því er að hormónið grelín lætur þig vita þegar þú ert svöng og hormónið leptín lætur þig vita þegar þú ert södd. Insúlín stjórnar báðum þessum hormónum og sykur og hveiti rugla virkni þeirra. Ef þú telur að hungurkvarði þinn sé bilaður gæti þetta vel verið ástæðan.“

Linda segir hveiti hafa áhrif á hormónin.

„Það er rökrétt því ef við skoðum það hvernig hveiti er unnið, malað niður og þjappað saman í duft, þá hefur líkaminn ekki lagað sig að því að vinna það á þann hátt að það hafi ekki áhrif á hormónin í okkur.

Ef við borðum aðeins þegar við erum svöng, hættum að borða nákvæmlega þegar við erum orðin mett og borðum svo ekki fyrr en við erum aftur orðin svöng, þá veitum við líkama okkar þá orku sem hann þarfnast, og það er besta leiðin til að hætta að þyngjast. Það er einnig besta leiðin til að viðhalda núverandi þyngd og ef við borðum aðeins það eldsneyti sem líkami okkar þarf mun það á endanum verða besta leiðin til að léttast.“

Í hlaðvarpinu er Linda með nokkur ráð:

  • Borðaðu þegar þú ert svöng, hættu þegar þú ert södd.
  • Hættu að borða áður en þú verður pakksödd, veittu því athygli þegar þú borðar.
  • Spurðu sjálfa þig hvort þú sért orðin södd.
  • Ef þú áttar þig á því að þú hefur verið að borða ómeðvitað þar til þú ert orðin pakksödd, þá veistu að þú þarft að fókusera á andlegu og tilfinningalegu ástæðurnar þar að baki.
  • Jafnvel þótt við séum ekki að telja kaloríur eða vigta matinn okkar, þá ertu í raun og veru að minnka hitaeiningamagnið til muna með því að minnka skammta og sífellt nart.
  • Hættu að segja sjálfri þér að þú getir ekki grennst. Það er ekki rétt. 

Þáttinn má nálgast á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál