Minnkum streituna með góðum heilsuvenjum

Ásdís er með BSc í grasalækningum frá Bretlandi og býður upp á einstaklingsráðgjöf en Ásdís hefur rekið viðtalsstofu um árabil og fjöldi einstaklinga leitað til hennar í ráðgjöf. Ásdís heldur reglulega námskeið og  fyrirlestra um heilsu og næringu. 

„Þegar dagleg verkefni og álag verður meira en við ráðum við getur það orðið okkur ofviða og streita getur gert vart við sig. Þegar við erum stressuð þá framleiðir líkaminn streituhormóna sem auka hjartslátt og hraða öndun og gefa okkur skjóta orku en þetta streituviðbragð er kallað flótta- eða árásarviðbragð. Hæfileg streita er eðlileg og jafnvel gagnleg t.d. þegar við þurfum að taka vinnutarnir eða bregðast skjótt við í ákveðnum aðstæðum. Ef streitan verður hins vegar langvinn getur hún haft skaðleg áhrif á heilsu okkar. Langvinn streita getur valdið líkamlegum einkennum svo sem höfuðverkjum, magaóþægindum, bakverk, svefnörðugleikum og veikara ónæmiskerfi. Streita getur einnig haft áhrif á andlega líðan og afkastagetu okkar í daglegum athöfnum,“ segir Ásdís grasalæknir í pistli í heilsublaði Nettó: 

Það er því mikilvægt að tileinka sér góðar heilsuvenjur til þess að draga úr streitu og álagi ef við finnum fyrir einkennum streitu. Regluleg hreyfing er ein besta leiðin til þess að draga úr streitu og er gott að byrja á daglegum göngutúrum til þess að koma sér af stað. Að gera meir af því sem veitir okkur ánægju og gleði eins og að sinna áhugamáli okkar eða gera sér glaðan dag með okkar nánustu getur hjálpað okkur að slaka á. Að nýta sér aðferðir sem slaka á líkamanum getur verið gagnlegt gegn streitu s.s. öndunaræfingar, nudd, jóga, róandi tónlist og hugleiðsla. Einnig er mikilvægt að huga að heilsusamlegri og fjölbreyttri fæðu.

Ein af mínum uppáhaldsbætiefnum sem mig langar til þess að minna á eru Magnesíum og B vítamín.

Magnesíum er nauðsynlegt steinefni sem er mikilvægt fyrir heilbrigði beina og taugakerfis en er einnig mikilvægt fyrir eðlilega sálfræðilega starfsemi. Magnesíum er helst að finna í grænu blaðgrænmeti, heilkornavörum, hnetum, fiski, kjöti og mjólkurvörum. Magtein er sérstakt form af magnesíum (magnesium L-threonate).

B vítamín eru vatnleysanleg vítamín sem taka þátt í mörgum efnaferlum í líkamanum og m.a. til þess að viðhalda heilbrigðu taugakerfi. B-12 vítamínið frá Now inniheldur B12 og fólínsýru. Í fæðunni eru B vítamín helst að finna í kjöti, kjúkling, fisk, mjólkurvörum, eggjum og heilkorni. Grænmeti og kjöt innihalda mest af fólínsýru í fæðunni. B12-vítamín stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa og stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Fólínsýra er mikilvæg fyrir konur á barnsburðaraldri en inntaka á fólínsýru bætir fólatstöðu móður sem er mikilvæg fyrir þroska fósturs. B12 stuðlar einnig að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi og B6-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

View this post on Instagram

A post shared by Asdis Ragna (@asdisgrasa)

Paleo brauð Ásdísar

1 ½ bolli möndluhveiti

2 mskkókóshveiti

¼ bolli möluð ljós hörfræ

¼ tsk sjávarsalt

1 ½ tsk matarsóda

1/4 bollikókósolía

1 msk hunang

1 msk eplaedik

5 egg

Setjið möndluhveiti, kókóshveiti, salt, hörfræ og matarsóda í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið við eggjum, olíu, ediki og hunangi (má sleppa) og hrærið saman. Smyrjið brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í. Bakið við í 175°C í 40 mín. Þetta brauð er mjög nærandi, saðsamt og trefjaríkt ásamt því að vera glútein, sykur og mjólkurlaust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál