Jane Seymour borðar eina máltíð á dag

Jane Seymour verður bráðum 70 ára.
Jane Seymour verður bráðum 70 ára. Skjáskot/instagram

Jane Seymour segist borða aðeins eina máltíð á dag. Hún segist vera í sömu þyngd og þegar hún var 17 ára. Þetta kom fram í breska spjallþættinum Loose Women.

Seymour sem verður 70 ára í næstu viku stundar líka pílates. Hún leyfir sér þó dökkt súkkulaði og rauðvín í hófi.

Seymour segist aldrei vera í megrun heldur hafi tamið sér hófsemd og hreyfir sig reglulega. „Ég fæ mér kaffi á morgnana, svo hef ég svo mikið að gera yfir daginn að ég borða ekki fyrr en síðdegis. Það sem fær mann til þess að eldast vel er að vera heilbrigður og líða vel í eigin skinni. Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að eldast.

View this post on Instagram

A post shared by Jane Seymour (@janeseymour)

mbl.is