Melania fer í heilsulind tvisvar á dag

Melania Trump hefur notið þess að slaka á í Flórída …
Melania Trump hefur notið þess að slaka á í Flórída síðustu vikur. AFP

Mánuður er síðan Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, kvaddi Hvíta húsið ásamt eiginmanni sínum Donald Trump. Frú Trump nýtur lífsins í dekri frá morgni til kvölds í Flórída þessa dagana. 

„Hún fer í heilsulind, borðar hádegismat, fer í heilsulindina (aftur) og borðar kvöldmat með Donald á veröndinni,“ sagði heimildarmaður CNN um frú Trump. Dagskrá hennar er sögð vera sú sama á hverjum degi. 

Annar aðili sem þekkir til frú Trump segir það ekki óeðlilegt að frú Trump verji mörgum klukkutímum í heilsulindinni í einu og fari jafnvel tvisvar á sólarhring. Hún nýtur þess að fara í nudd, naglasnyrtingu, andlitsmeðferðir og annað sem er í boði í heilsulindinni. 

„Hún borðar eiginlega alltaf kvöldmat,“ sagði enn annar heimildarmaður sem hefur séð Melaniu Trump við heilsulindina í Mar-a-Lago í Flórída. Frú Trump borðar oft fisk með foreldrum sínum Viktori og Amaliju Knavs en þau dvelja mikið í Flórída. 

Melania Trump er sögð hafa lifað svipuðu lífi áður en hún varð forsetafrú að sögn þeirra sem þekkja til. Auk þess varði hún dögunum eins þegar hún fór í frí til Flórída.

Melania Trump hætti sem forsetafrú Bandaríkjanna í janúar.
Melania Trump hætti sem forsetafrú Bandaríkjanna í janúar. AFP
mbl.is